Sport

Leikið þrátt fyrir slæmt veður

Þrátt fyrir slæmt veður á landinu hefur engum leik í Landsbankadeild karla enn verið frestað en fjórir leikir eru á dagskrá kl. 18:00. Klara Bjartmarz skrifstofustjóri hjá KSÍ staðfesti það við Vísi nú rétt í þessu að ennþá sé áætlað að allir leikirnir fari fram. Íslandsmeistarar FH fá KR-inga í heimsókn í Kaplakrika, Fylkir keppir við ÍA í Árbænum, Keflavík mætir Þrótti í Keflavík og ÍBV og Grindavík eigast við í Vestmannaeyjum. Hjá Flugfélagi Íslands fengust hins vegar þær upplýsingar að ófært sé til Eyja og er flug þangað í athugun kl. 16:50.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×