Sport

Fjórir leikir í Landsbankadeild

Fjórir leikir verða í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í dag og hefjast þeir allir klukkan 18. Íslandsmeistarar FH fá KR-inga í heimsókn í Kaplakrika, Fylkir keppir við ÍA í Árbænum, Keflavík mætir Þrótti í Keflavík og ÍBV og Grindavík eigast við í Vestmannaeyjum svo framarlega að hægt verði að fljúga til Eyja. Leikjum kvöldsins verður gerð skil í þættinum Landsbankamörkin á Sýn klukkan 22 í kvöld. Umferðinni lýkur síðan annað kvöld þegar liðin sem leika til úrslita í VISA-bikarkeppninni, Fram og Valur, mætast í Laugardalnum í beinni útsendingu á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×