Viðskipti innlent

Jón verður forstjóri Magasin

Jón Björnsson, núverandi forstjóri Haga, hefur verið skipaður forstjóri Magasin du Nord í Danmörku frá og með 1. október. Jón hefur átt sæti í stjórn Magasin síðan í ársbyrjun 2005 en hann tekur við forstjórastarfinu af Peter Husum. Þá hefur Finnur Árnason verið ráðinn forstjóri Haga í stað Jóns og tekur hann við þann 10. ágúst næstkomandi. Samhliða forstjóraskiptum mun Jóhannes Jónsson taka við stjórnarformennsku Haga af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Jóhanna Waagfjörð tekur við stöðu framkvæmdastjóra Haga hf. en hún hefur gengt starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs hjá Högum hf.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×