Viðskipti innlent

Líflegt í Kauphöllinni í gær

Mikið gekk á í Kauphöll Íslands í gær. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að viðskipti með hlutabréf námu alls 19,2 milljörðum króna, sem er langt yfir meðalveltu. Mest viðskipti voru með bréf bankanna - Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka. Svo virðist sem að fréttin um skiptingu Burðaráss hafi hleypt nýju lífi í markaðinn og flest stærstu félaganna í úrvalsvísitölunni hafa hækkað mikið í vikunni. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2 prósent í gær og hefur hún þá hækkað um 4,2 prósent í þessari viku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×