Eigum við að vita þetta? 2. ágúst 2005 00:01 Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, er með 20 milljónir í laun á mánuði, Jón Ásgeir Jóhannesson níu milljónir, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson með 4,3 milljónir og Páll Magnússon 1,3 milljónir svo nokkur dæmi séu tekin úr nýútkomu tekjublaði Frjálsrar verslunar. Sömu menn virðast reyndar mun betri matvinnungar sé litið til DV þar sem tekjur þeirra eru sagðir 31 milljón á mánuði fyrir Róbert Wessmann, 14 milljónir á Jón Ásgeir, 6,4 milljónir hjá Gunnlaugi Sævari og rétt tæpar tvær milljónir króna hjá Páli Magnússyni. Mánaðamótin júlí-ágúst eru kannski tíminn þegar hjörtun eru græn en þau eru svo sannarlega tími umræðunnar um laun þekktra einstaklinga og skattakónga að ógleymdum spurningum um hvort launin séu komin út í öfgar. Rétt eins og menn velta fyrir sér tekjum manna hér og þar í þjóðfélaginu vakna alltaf spurningar um hvort þessar upplýsingar eigi að vera opinberar eða hvort þetta sé einkamál fólks sem það eigi að fá að hafa fyrir sig sjálft.Leynd vekur tortryggni Benedikt Jóhannesson, eigandi Heims sem gefur út Frjálsa verslun, hefur rökstutt að tekjur manna eigi að vera opinberar. Í pistli sem hann ritaði á vef Heims í fyrra rifjaði Benedikt upp þá tíma þegar þurfti að berja ársreikninga út úr fyrirtækjum og benti á hversu mikið ástandið hefði batnað með aukinni upplýsingagjöf, ekki síst þar sem tortryggnin yrði undan að láta. Hann tengdi þetta við upplýsingar um tekjur manna og ritaði:Það sama gildir um tekjur manna. Leynd yfir tekjum veldur tortryggni. Bankamaður einn sagði frá því í fyrra að hann hefði 600 þúsund á mánuði í laun. Hann hefur misminnt um nokkrar milljónir, en hvaða máli skiptir það hjá mönnum sem höndla með milljarða? Nú liggur það ljóst fyrir hver launin eru og engin ástæða til þess að fara úr jafnvægi við það. Það er miklu frekar ástæða til þess að gleðjast yfir því hve mörgum gengur vel. Það er hinum hvatning. Enda er algengasta mótbáran gegn tekjublaðinu frá forstjórum sem kvarta undan því að menn séu með það undir hendinni í launaviðtölum. Það er notkun á upplýsingum, ekki misnotkun.Ógeðfelld birting og ömurleg iðja Vefþjóðviljinn, sem tekur rétt manna til að hafa sína hluti út af fyrir sig svo alvarlega að hann gætir ávallt nafnleyndar, tekur annan pól í hæðina eins og sjá má má í pistli sem var settur inn á vefinn 30. júlí síðast liðinn. Þar var skammast út í fjölmiðla fyrir að birta lista yfir þá sem greiða hæstu skatta.Þessi ógeðfellda birting svo kallaðra „hákarlalista“ ætti vitaskuld að vera fyrir neðan virðingu annarra blaða en þeirra sem með umfjöllun sinni og efnistökum skilgreina sig sem sorprit. Þrátt fyrir það sér Morgunblaðið, sem alla jafna hefur þá sómatilfinningu að leyfa mönnum að hafa einkamál sín í friði, ástæðu til að birta þessa lista sem hið opinbera matar blaðið á. Stuttu síðar í sömu grein segir svo:Það er einhver blanda af hnýsni, öfund og öðrum lágum hvötum fólks sem fær það til að velta sér upp úr tekjum annarra, til dæmis með því að kaupa sérrit óvandaðra tímarita eða jafnvel með því að leggja leið sína á skattstofur landsins og fletta þar listum. Tæplega er hægt að hugsa sér mikið ömurlegri iðju en að gramsa í slíkum einkamálum og furðu vekur að nokkur leggist svo lágt. Með ólíkindum er að ríkið skuli ýta undir þessar lægstu hvatir fólks og láta eins og eðlilegt sé að vera með nefið ofan í hvers manns koppi.Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, er með 20 milljónir í laun á mánuði, Jón Ásgeir Jóhannesson níu milljónir, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson með 4,3 milljónir og Páll Magnússon 1,3 milljónir svo nokkur dæmi séu tekin úr nýútkomu tekjublaði Frjálsrar verslunar. Sömu menn virðast reyndar mun betri matvinnungar sé litið til DV þar sem tekjur þeirra eru sagðir 31 milljón á mánuði fyrir Róbert Wessmann, 14 milljónir á Jón Ásgeir, 6,4 milljónir hjá Gunnlaugi Sævari og rétt tæpar tvær milljónir króna hjá Páli Magnússyni. Mánaðamótin júlí-ágúst eru kannski tíminn þegar hjörtun eru græn en þau eru svo sannarlega tími umræðunnar um laun þekktra einstaklinga og skattakónga að ógleymdum spurningum um hvort launin séu komin út í öfgar. Rétt eins og menn velta fyrir sér tekjum manna hér og þar í þjóðfélaginu vakna alltaf spurningar um hvort þessar upplýsingar eigi að vera opinberar eða hvort þetta sé einkamál fólks sem það eigi að fá að hafa fyrir sig sjálft.Leynd vekur tortryggni Benedikt Jóhannesson, eigandi Heims sem gefur út Frjálsa verslun, hefur rökstutt að tekjur manna eigi að vera opinberar. Í pistli sem hann ritaði á vef Heims í fyrra rifjaði Benedikt upp þá tíma þegar þurfti að berja ársreikninga út úr fyrirtækjum og benti á hversu mikið ástandið hefði batnað með aukinni upplýsingagjöf, ekki síst þar sem tortryggnin yrði undan að láta. Hann tengdi þetta við upplýsingar um tekjur manna og ritaði:Það sama gildir um tekjur manna. Leynd yfir tekjum veldur tortryggni. Bankamaður einn sagði frá því í fyrra að hann hefði 600 þúsund á mánuði í laun. Hann hefur misminnt um nokkrar milljónir, en hvaða máli skiptir það hjá mönnum sem höndla með milljarða? Nú liggur það ljóst fyrir hver launin eru og engin ástæða til þess að fara úr jafnvægi við það. Það er miklu frekar ástæða til þess að gleðjast yfir því hve mörgum gengur vel. Það er hinum hvatning. Enda er algengasta mótbáran gegn tekjublaðinu frá forstjórum sem kvarta undan því að menn séu með það undir hendinni í launaviðtölum. Það er notkun á upplýsingum, ekki misnotkun.Ógeðfelld birting og ömurleg iðja Vefþjóðviljinn, sem tekur rétt manna til að hafa sína hluti út af fyrir sig svo alvarlega að hann gætir ávallt nafnleyndar, tekur annan pól í hæðina eins og sjá má má í pistli sem var settur inn á vefinn 30. júlí síðast liðinn. Þar var skammast út í fjölmiðla fyrir að birta lista yfir þá sem greiða hæstu skatta.Þessi ógeðfellda birting svo kallaðra „hákarlalista“ ætti vitaskuld að vera fyrir neðan virðingu annarra blaða en þeirra sem með umfjöllun sinni og efnistökum skilgreina sig sem sorprit. Þrátt fyrir það sér Morgunblaðið, sem alla jafna hefur þá sómatilfinningu að leyfa mönnum að hafa einkamál sín í friði, ástæðu til að birta þessa lista sem hið opinbera matar blaðið á. Stuttu síðar í sömu grein segir svo:Það er einhver blanda af hnýsni, öfund og öðrum lágum hvötum fólks sem fær það til að velta sér upp úr tekjum annarra, til dæmis með því að kaupa sérrit óvandaðra tímarita eða jafnvel með því að leggja leið sína á skattstofur landsins og fletta þar listum. Tæplega er hægt að hugsa sér mikið ömurlegri iðju en að gramsa í slíkum einkamálum og furðu vekur að nokkur leggist svo lágt. Með ólíkindum er að ríkið skuli ýta undir þessar lægstu hvatir fólks og láta eins og eðlilegt sé að vera með nefið ofan í hvers manns koppi.Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun