Eigum við að vita þetta? 2. ágúst 2005 00:01 Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, er með 20 milljónir í laun á mánuði, Jón Ásgeir Jóhannesson níu milljónir, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson með 4,3 milljónir og Páll Magnússon 1,3 milljónir svo nokkur dæmi séu tekin úr nýútkomu tekjublaði Frjálsrar verslunar. Sömu menn virðast reyndar mun betri matvinnungar sé litið til DV þar sem tekjur þeirra eru sagðir 31 milljón á mánuði fyrir Róbert Wessmann, 14 milljónir á Jón Ásgeir, 6,4 milljónir hjá Gunnlaugi Sævari og rétt tæpar tvær milljónir króna hjá Páli Magnússyni. Mánaðamótin júlí-ágúst eru kannski tíminn þegar hjörtun eru græn en þau eru svo sannarlega tími umræðunnar um laun þekktra einstaklinga og skattakónga að ógleymdum spurningum um hvort launin séu komin út í öfgar. Rétt eins og menn velta fyrir sér tekjum manna hér og þar í þjóðfélaginu vakna alltaf spurningar um hvort þessar upplýsingar eigi að vera opinberar eða hvort þetta sé einkamál fólks sem það eigi að fá að hafa fyrir sig sjálft.Leynd vekur tortryggni Benedikt Jóhannesson, eigandi Heims sem gefur út Frjálsa verslun, hefur rökstutt að tekjur manna eigi að vera opinberar. Í pistli sem hann ritaði á vef Heims í fyrra rifjaði Benedikt upp þá tíma þegar þurfti að berja ársreikninga út úr fyrirtækjum og benti á hversu mikið ástandið hefði batnað með aukinni upplýsingagjöf, ekki síst þar sem tortryggnin yrði undan að láta. Hann tengdi þetta við upplýsingar um tekjur manna og ritaði:Það sama gildir um tekjur manna. Leynd yfir tekjum veldur tortryggni. Bankamaður einn sagði frá því í fyrra að hann hefði 600 þúsund á mánuði í laun. Hann hefur misminnt um nokkrar milljónir, en hvaða máli skiptir það hjá mönnum sem höndla með milljarða? Nú liggur það ljóst fyrir hver launin eru og engin ástæða til þess að fara úr jafnvægi við það. Það er miklu frekar ástæða til þess að gleðjast yfir því hve mörgum gengur vel. Það er hinum hvatning. Enda er algengasta mótbáran gegn tekjublaðinu frá forstjórum sem kvarta undan því að menn séu með það undir hendinni í launaviðtölum. Það er notkun á upplýsingum, ekki misnotkun.Ógeðfelld birting og ömurleg iðja Vefþjóðviljinn, sem tekur rétt manna til að hafa sína hluti út af fyrir sig svo alvarlega að hann gætir ávallt nafnleyndar, tekur annan pól í hæðina eins og sjá má má í pistli sem var settur inn á vefinn 30. júlí síðast liðinn. Þar var skammast út í fjölmiðla fyrir að birta lista yfir þá sem greiða hæstu skatta.Þessi ógeðfellda birting svo kallaðra „hákarlalista“ ætti vitaskuld að vera fyrir neðan virðingu annarra blaða en þeirra sem með umfjöllun sinni og efnistökum skilgreina sig sem sorprit. Þrátt fyrir það sér Morgunblaðið, sem alla jafna hefur þá sómatilfinningu að leyfa mönnum að hafa einkamál sín í friði, ástæðu til að birta þessa lista sem hið opinbera matar blaðið á. Stuttu síðar í sömu grein segir svo:Það er einhver blanda af hnýsni, öfund og öðrum lágum hvötum fólks sem fær það til að velta sér upp úr tekjum annarra, til dæmis með því að kaupa sérrit óvandaðra tímarita eða jafnvel með því að leggja leið sína á skattstofur landsins og fletta þar listum. Tæplega er hægt að hugsa sér mikið ömurlegri iðju en að gramsa í slíkum einkamálum og furðu vekur að nokkur leggist svo lágt. Með ólíkindum er að ríkið skuli ýta undir þessar lægstu hvatir fólks og láta eins og eðlilegt sé að vera með nefið ofan í hvers manns koppi.Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, er með 20 milljónir í laun á mánuði, Jón Ásgeir Jóhannesson níu milljónir, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson með 4,3 milljónir og Páll Magnússon 1,3 milljónir svo nokkur dæmi séu tekin úr nýútkomu tekjublaði Frjálsrar verslunar. Sömu menn virðast reyndar mun betri matvinnungar sé litið til DV þar sem tekjur þeirra eru sagðir 31 milljón á mánuði fyrir Róbert Wessmann, 14 milljónir á Jón Ásgeir, 6,4 milljónir hjá Gunnlaugi Sævari og rétt tæpar tvær milljónir króna hjá Páli Magnússyni. Mánaðamótin júlí-ágúst eru kannski tíminn þegar hjörtun eru græn en þau eru svo sannarlega tími umræðunnar um laun þekktra einstaklinga og skattakónga að ógleymdum spurningum um hvort launin séu komin út í öfgar. Rétt eins og menn velta fyrir sér tekjum manna hér og þar í þjóðfélaginu vakna alltaf spurningar um hvort þessar upplýsingar eigi að vera opinberar eða hvort þetta sé einkamál fólks sem það eigi að fá að hafa fyrir sig sjálft.Leynd vekur tortryggni Benedikt Jóhannesson, eigandi Heims sem gefur út Frjálsa verslun, hefur rökstutt að tekjur manna eigi að vera opinberar. Í pistli sem hann ritaði á vef Heims í fyrra rifjaði Benedikt upp þá tíma þegar þurfti að berja ársreikninga út úr fyrirtækjum og benti á hversu mikið ástandið hefði batnað með aukinni upplýsingagjöf, ekki síst þar sem tortryggnin yrði undan að láta. Hann tengdi þetta við upplýsingar um tekjur manna og ritaði:Það sama gildir um tekjur manna. Leynd yfir tekjum veldur tortryggni. Bankamaður einn sagði frá því í fyrra að hann hefði 600 þúsund á mánuði í laun. Hann hefur misminnt um nokkrar milljónir, en hvaða máli skiptir það hjá mönnum sem höndla með milljarða? Nú liggur það ljóst fyrir hver launin eru og engin ástæða til þess að fara úr jafnvægi við það. Það er miklu frekar ástæða til þess að gleðjast yfir því hve mörgum gengur vel. Það er hinum hvatning. Enda er algengasta mótbáran gegn tekjublaðinu frá forstjórum sem kvarta undan því að menn séu með það undir hendinni í launaviðtölum. Það er notkun á upplýsingum, ekki misnotkun.Ógeðfelld birting og ömurleg iðja Vefþjóðviljinn, sem tekur rétt manna til að hafa sína hluti út af fyrir sig svo alvarlega að hann gætir ávallt nafnleyndar, tekur annan pól í hæðina eins og sjá má má í pistli sem var settur inn á vefinn 30. júlí síðast liðinn. Þar var skammast út í fjölmiðla fyrir að birta lista yfir þá sem greiða hæstu skatta.Þessi ógeðfellda birting svo kallaðra „hákarlalista“ ætti vitaskuld að vera fyrir neðan virðingu annarra blaða en þeirra sem með umfjöllun sinni og efnistökum skilgreina sig sem sorprit. Þrátt fyrir það sér Morgunblaðið, sem alla jafna hefur þá sómatilfinningu að leyfa mönnum að hafa einkamál sín í friði, ástæðu til að birta þessa lista sem hið opinbera matar blaðið á. Stuttu síðar í sömu grein segir svo:Það er einhver blanda af hnýsni, öfund og öðrum lágum hvötum fólks sem fær það til að velta sér upp úr tekjum annarra, til dæmis með því að kaupa sérrit óvandaðra tímarita eða jafnvel með því að leggja leið sína á skattstofur landsins og fletta þar listum. Tæplega er hægt að hugsa sér mikið ömurlegri iðju en að gramsa í slíkum einkamálum og furðu vekur að nokkur leggist svo lágt. Með ólíkindum er að ríkið skuli ýta undir þessar lægstu hvatir fólks og láta eins og eðlilegt sé að vera með nefið ofan í hvers manns koppi.Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun