Aðeins 37% bæta leik sinna liða 28. júlí 2005 00:01 Aðeins 37% útlendinga, 20 af 32 erlendum leikmönnum Landsbankadeildar karla, eru með lakari meðaleinkunn í einkunnagjöf Fréttablaðsins en liðið sem þeir spila með og eru því samkvæmt tölfræðinni ekki að bæta leik sinna liða. Þegar hafa 32 erlendir leikmenn spilað fyrir liðin tíu í Landsbankadeild karla og í næstu umferð bætast væntanlega þrír til viðbótar því KR og ÍBV eru að fá til sín nýja leikmenn. Aldrei hafa fleiri útlendingar spilað í deildinni og það hafa heldur aldrei jafnmargir erlendir leikmenn liðanna setið á bekknum eða fyrir utan hóp líkt og í Landsbankadeildinni þetta sumarið. Góð þróun í íslenska boltanum Frammistaða og fjöldi þessarra leikmanna hefur vakið upp spurningar um hvort þetta sé rétt þróun fyrir íslenska knattspyrnu. Þegar tölfræðin er skoðuð út frá meðaleinkunn leikmanna í einkunnunnagjöf Fréttablaðið í sumar kemur í ljós að aðeins 37% af þessum erlendu leikmönnum eru að draga upp meðaleinkunn sinna liða. Af þessum 12 leikmönnnum sem eru yfir meðallagi hjá sínum liðum er tveir nýkomnir (Rune Lind hjá ÍBV og Kenneth Gustavsson hjá Keflavík) og einn farinn (Brian O’Callaghan hjá Keflavík) og eftir standa því aðeins níu erlendir leikmenn sem tölfræðin segir að bæti leik sinna liða nú þegar 12 af 18 umferðum Íslandsmótsins er lokið. Bæði liði ÍBV og Grindavíkur hefur gengið illa að flytja inn leikmenn í sumar og hjá báðum eru það fjórir erlendir leikmenn sem draga niður meðaleinkunn liðsins. Hjá ÍBV, sem er í 8. sæti deildarinnar með 10 stig, eru það aðeins Ian Jeffs og nýi Daninn Rune Lind sem eru yfir meðaltali liðsins, sem er samt lakasta meðaleinkunn allra liðanna í deildinni. Lind á aðeins einn leik að baki og framlag hans er því enn ekki fullsannað. Breyttir tímar í Eyjum Eyjamenn hafa undanfarin ár flutt inn sterka erlenda leikmenn sem hafa hjálpað liðinu mikið en svo er ekki í ár. Ian Jeffs er þannig leikmaður sem hefur verið í Eyjum undanfarin ár og því að Lind undanskildum er það enginn erlendur leikmaður sem hefur unnið sér fast sæti í liðinu. Hjá Grindavík sem er í neðsta sæti með 9 stig skiptast erlendu leikmenn liðsins í tvo hópa. Markvörðurinn Boban Savic og þýski varnarmaðurinn Mathias Jack hafa spilað mjög vel í sumar en hinir fjórir útlendingarnir í liðinu eru allir að draga niður meðaleinkunn þess. Nýju mennirnir Robert Niestroj, Mounir Ahandour og Michael Zeyer hafa átt misjafna daga og Paul McShane hefur ekki leikið jafn vel og undanfarin tímabil. Innflutingur Fylkismanna hefur líka gengið illa enda eru allir þrír útlendingar liðsins undir meðaleinkunn leikmanna liðsins. Svíinn Erik Gustafsson er horfinn á braut og Danirnir Christian Christiansen og Peter Tranberg hafa ekki skilað miklu til liðsins. Líkt og hjá Grindavík hafa Keflvíkingar verið misheppnir með erlenda leikmenn. Brian O´Callaghan var yfir meðaleinkunn liðsins áður en að hann hvarf á braut, nýi maðurinn Kenneth Gustavsson lék mjög vel í sínum fyrsta leik á KR-vellinum og Michael Johansson er rétt undir meðaleinkunn liðsins. Þeir Branislav Milicevic og Issa Abdulkadir hafa hins vegar ekki fundið sig. Erlendir leikmenn Fram, KR og Þróttar hafa einnig verið misjafnir, margir í vandræðum með að komast í byrjunarliðið og sumir oftar en ekki utan leikmannahópsins. FH-ingar sér á báti Vissulega er málið ekki alveg svo einfalt og besta dæmið er kannski hjá toppliði Landsbankadeildarinnar þar sem allt liðið er að spila vel og meðaleinkunn allra leikmanna er mjög há. Hjá FH er það því aðeins Allan Borgvardt sem hífir meðaleinkunn liðsins upp en landar hans Tommy Nielsen og Dennis Siim eru báðir með meðaleinkunn upp á 6,2 eða betra og því hefur frábær frammistaða FH-liðsins í heild mestu áhrifin á að þeir tveir eru undir meðallagi. Báðir þessir leikmenn hafa sannað mikilvægi sitt með góðri frammistöðu með liðinu. Hér til hliðar má síðan finna lista yfir alla erlendu leikmennina hjá liðunum tíu í Landsbankadeild karla 2005 og hvernig þeir koma út miðað við meðaleinkunn sinna liða. Erlendir leikmenn í Landsbankadeildar karla í sumarFrammistaða útlendinganna hjá liðunum tíu:FH Allan Borgvardt 6,82 Meðaleinkunn FH 6,39 Tommy Nielsen 6,22 Dennis Siim 6,20 ÍBV Rune Lind 7,00 Ian Jeffs 5,82 Meðaleinkunn ÍBV 5,20 Matthew Platt 4,58 Andrew Sam 4,40 Lewis Doods 4,33 James Robinson ÍA Igor Pesic 6,38 Meðaleinkunn ÍA 5,68FylkirMeðaleinkunn Fylkis 5,93 Erik Gustafsson 5,67 Christian Christiansen 5,14 Peter Tranberg 5,00 Keflavík Kenneth Gustafsson 6,00 Brian O´Callaghan 5,75 Meðaleinkunn Keflavíkur 5,70 Michael Johansson 5,63 Branislav Milicevic 5,57 Issa Abdulkadir 4,25 KR Helmis Matute 6,00 Meðaleinkunn KR 5,44 Rógvi Jacobsen 5,33 Grindavík Boban Savic 5,82 Mathias Jack 5,75 Meðaleinkunn Grindavíkur 5,55 Mounir Ahandour 5,54 Robert Niestroj 5,18 Paul McShane 5,09 Michael Zeyer 4,33 Fram Hans Mathiesen 5,73 Ross McLynn 5,43 Meðaleinkunn Fram 5,42 Kim Norholt 5,17 Bo Henriksen 3,00 ValurMeðaleinkunn Vals 6,40Þróttur Jozef Maruniak 5,57 Meðaleinkunn Þróttar 5,47 Dusan Jaic 5,20 Einkunnagjöf Fréttablaðsins á bilinu 1 til 10:10 Í heimsklassa 9 Í landsliðsklassa 8 Mjög góður 7 Góður 6 Stóð sig vel 5 Í meðallagi 4 Slakur 3 Lélegur 2 Hörmulegur 1 Grátlegur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur Sjá meira
Aðeins 37% útlendinga, 20 af 32 erlendum leikmönnum Landsbankadeildar karla, eru með lakari meðaleinkunn í einkunnagjöf Fréttablaðsins en liðið sem þeir spila með og eru því samkvæmt tölfræðinni ekki að bæta leik sinna liða. Þegar hafa 32 erlendir leikmenn spilað fyrir liðin tíu í Landsbankadeild karla og í næstu umferð bætast væntanlega þrír til viðbótar því KR og ÍBV eru að fá til sín nýja leikmenn. Aldrei hafa fleiri útlendingar spilað í deildinni og það hafa heldur aldrei jafnmargir erlendir leikmenn liðanna setið á bekknum eða fyrir utan hóp líkt og í Landsbankadeildinni þetta sumarið. Góð þróun í íslenska boltanum Frammistaða og fjöldi þessarra leikmanna hefur vakið upp spurningar um hvort þetta sé rétt þróun fyrir íslenska knattspyrnu. Þegar tölfræðin er skoðuð út frá meðaleinkunn leikmanna í einkunnunnagjöf Fréttablaðið í sumar kemur í ljós að aðeins 37% af þessum erlendu leikmönnum eru að draga upp meðaleinkunn sinna liða. Af þessum 12 leikmönnnum sem eru yfir meðallagi hjá sínum liðum er tveir nýkomnir (Rune Lind hjá ÍBV og Kenneth Gustavsson hjá Keflavík) og einn farinn (Brian O’Callaghan hjá Keflavík) og eftir standa því aðeins níu erlendir leikmenn sem tölfræðin segir að bæti leik sinna liða nú þegar 12 af 18 umferðum Íslandsmótsins er lokið. Bæði liði ÍBV og Grindavíkur hefur gengið illa að flytja inn leikmenn í sumar og hjá báðum eru það fjórir erlendir leikmenn sem draga niður meðaleinkunn liðsins. Hjá ÍBV, sem er í 8. sæti deildarinnar með 10 stig, eru það aðeins Ian Jeffs og nýi Daninn Rune Lind sem eru yfir meðaltali liðsins, sem er samt lakasta meðaleinkunn allra liðanna í deildinni. Lind á aðeins einn leik að baki og framlag hans er því enn ekki fullsannað. Breyttir tímar í Eyjum Eyjamenn hafa undanfarin ár flutt inn sterka erlenda leikmenn sem hafa hjálpað liðinu mikið en svo er ekki í ár. Ian Jeffs er þannig leikmaður sem hefur verið í Eyjum undanfarin ár og því að Lind undanskildum er það enginn erlendur leikmaður sem hefur unnið sér fast sæti í liðinu. Hjá Grindavík sem er í neðsta sæti með 9 stig skiptast erlendu leikmenn liðsins í tvo hópa. Markvörðurinn Boban Savic og þýski varnarmaðurinn Mathias Jack hafa spilað mjög vel í sumar en hinir fjórir útlendingarnir í liðinu eru allir að draga niður meðaleinkunn þess. Nýju mennirnir Robert Niestroj, Mounir Ahandour og Michael Zeyer hafa átt misjafna daga og Paul McShane hefur ekki leikið jafn vel og undanfarin tímabil. Innflutingur Fylkismanna hefur líka gengið illa enda eru allir þrír útlendingar liðsins undir meðaleinkunn leikmanna liðsins. Svíinn Erik Gustafsson er horfinn á braut og Danirnir Christian Christiansen og Peter Tranberg hafa ekki skilað miklu til liðsins. Líkt og hjá Grindavík hafa Keflvíkingar verið misheppnir með erlenda leikmenn. Brian O´Callaghan var yfir meðaleinkunn liðsins áður en að hann hvarf á braut, nýi maðurinn Kenneth Gustavsson lék mjög vel í sínum fyrsta leik á KR-vellinum og Michael Johansson er rétt undir meðaleinkunn liðsins. Þeir Branislav Milicevic og Issa Abdulkadir hafa hins vegar ekki fundið sig. Erlendir leikmenn Fram, KR og Þróttar hafa einnig verið misjafnir, margir í vandræðum með að komast í byrjunarliðið og sumir oftar en ekki utan leikmannahópsins. FH-ingar sér á báti Vissulega er málið ekki alveg svo einfalt og besta dæmið er kannski hjá toppliði Landsbankadeildarinnar þar sem allt liðið er að spila vel og meðaleinkunn allra leikmanna er mjög há. Hjá FH er það því aðeins Allan Borgvardt sem hífir meðaleinkunn liðsins upp en landar hans Tommy Nielsen og Dennis Siim eru báðir með meðaleinkunn upp á 6,2 eða betra og því hefur frábær frammistaða FH-liðsins í heild mestu áhrifin á að þeir tveir eru undir meðallagi. Báðir þessir leikmenn hafa sannað mikilvægi sitt með góðri frammistöðu með liðinu. Hér til hliðar má síðan finna lista yfir alla erlendu leikmennina hjá liðunum tíu í Landsbankadeild karla 2005 og hvernig þeir koma út miðað við meðaleinkunn sinna liða. Erlendir leikmenn í Landsbankadeildar karla í sumarFrammistaða útlendinganna hjá liðunum tíu:FH Allan Borgvardt 6,82 Meðaleinkunn FH 6,39 Tommy Nielsen 6,22 Dennis Siim 6,20 ÍBV Rune Lind 7,00 Ian Jeffs 5,82 Meðaleinkunn ÍBV 5,20 Matthew Platt 4,58 Andrew Sam 4,40 Lewis Doods 4,33 James Robinson ÍA Igor Pesic 6,38 Meðaleinkunn ÍA 5,68FylkirMeðaleinkunn Fylkis 5,93 Erik Gustafsson 5,67 Christian Christiansen 5,14 Peter Tranberg 5,00 Keflavík Kenneth Gustafsson 6,00 Brian O´Callaghan 5,75 Meðaleinkunn Keflavíkur 5,70 Michael Johansson 5,63 Branislav Milicevic 5,57 Issa Abdulkadir 4,25 KR Helmis Matute 6,00 Meðaleinkunn KR 5,44 Rógvi Jacobsen 5,33 Grindavík Boban Savic 5,82 Mathias Jack 5,75 Meðaleinkunn Grindavíkur 5,55 Mounir Ahandour 5,54 Robert Niestroj 5,18 Paul McShane 5,09 Michael Zeyer 4,33 Fram Hans Mathiesen 5,73 Ross McLynn 5,43 Meðaleinkunn Fram 5,42 Kim Norholt 5,17 Bo Henriksen 3,00 ValurMeðaleinkunn Vals 6,40Þróttur Jozef Maruniak 5,57 Meðaleinkunn Þróttar 5,47 Dusan Jaic 5,20 Einkunnagjöf Fréttablaðsins á bilinu 1 til 10:10 Í heimsklassa 9 Í landsliðsklassa 8 Mjög góður 7 Góður 6 Stóð sig vel 5 Í meðallagi 4 Slakur 3 Lélegur 2 Hörmulegur 1 Grátlegur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur Sjá meira