Er Sims 2 æfingatæki barnaníðinga? 28. júlí 2005 00:01 Öll umræðan um Hot Coffee hneykslið sem tengist Grand Theft Auto hefur nú teygt út anga sína í annan vinsælan tölvuleik. Sims 2 hefur nú orðið fyrir barðinu og samkvæmt Miami lögfræðingnum Jack Thomson er leikurinn æfingartæki fyrir barnaníðinga. Þeir sem hafa spilað leikinn vita að ekki er hægt að sjá karaktera leiksins nakta en með einföldum breytikóða sem finnst á netinu er hægt að fjarlægja allar hindranir og gera alla karaktera nakta og þar með börn meðtalin. Vissu fyrirframNokkrir simmar í fötum í góðum fílingJack Thomson segir að framleiðandinn Electronic Arts hafi vitað þetta fyrirfram og sé að vinna náið með "mod" samfélaginu í að færa klámleiki í hendurnar á fólki. Jack Thomson vinnur sem lögfræðingur gegn leikjafyrirtækjum sem framleiða ósiðlega leiki og er nokkurskonar krossfari í þeim geira. Electronic Arts er útgefandi Sims 2 og talsmaður fyrirtækisins Jeff Brown segir staðhæfingar Jack Thomsons algjöra vitleysu. "Heilbrigt fólk skilur að það er ekkert ósiðlegt við leikinn. Heilbrigt fólk veit hvað breytikóðar (mods) eru. Neytandi sem notar breytikóða gerir það í engu samkomulagi við fyrirtækið. Það er engin nekt. Það er ekkert óheilbrigt eða gróft við Sims 2" Geim mun fylgjast með þróun þessara mála enda Sims serían ein sú vinsælasta í leikjaheiminum. Heimasíða Jack Thomson: http://stopkill.com/ Heimasíða Sims 2: http://thesims2.ea.com/ Franz Leikjavélar Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Öll umræðan um Hot Coffee hneykslið sem tengist Grand Theft Auto hefur nú teygt út anga sína í annan vinsælan tölvuleik. Sims 2 hefur nú orðið fyrir barðinu og samkvæmt Miami lögfræðingnum Jack Thomson er leikurinn æfingartæki fyrir barnaníðinga. Þeir sem hafa spilað leikinn vita að ekki er hægt að sjá karaktera leiksins nakta en með einföldum breytikóða sem finnst á netinu er hægt að fjarlægja allar hindranir og gera alla karaktera nakta og þar með börn meðtalin. Vissu fyrirframNokkrir simmar í fötum í góðum fílingJack Thomson segir að framleiðandinn Electronic Arts hafi vitað þetta fyrirfram og sé að vinna náið með "mod" samfélaginu í að færa klámleiki í hendurnar á fólki. Jack Thomson vinnur sem lögfræðingur gegn leikjafyrirtækjum sem framleiða ósiðlega leiki og er nokkurskonar krossfari í þeim geira. Electronic Arts er útgefandi Sims 2 og talsmaður fyrirtækisins Jeff Brown segir staðhæfingar Jack Thomsons algjöra vitleysu. "Heilbrigt fólk skilur að það er ekkert ósiðlegt við leikinn. Heilbrigt fólk veit hvað breytikóðar (mods) eru. Neytandi sem notar breytikóða gerir það í engu samkomulagi við fyrirtækið. Það er engin nekt. Það er ekkert óheilbrigt eða gróft við Sims 2" Geim mun fylgjast með þróun þessara mála enda Sims serían ein sú vinsælasta í leikjaheiminum. Heimasíða Jack Thomson: http://stopkill.com/ Heimasíða Sims 2: http://thesims2.ea.com/
Franz Leikjavélar Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira