Ertu luðra, Stefán Jón? 18. júlí 2005 00:01 Borgarstjórnarmál - Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur Þeir sem eru ekki innvígðir í Samfylkinguna átta sig ekki á því hvers vegna Stefán Jón Hafstein mætir andófi í eigin röðum. Ræturnar liggja greinilega djúpt undir. Fyrir nokkrum árum var hann þáttastjóri "Þjóðarsálarinnar" og svo virtist sem pólitíkin lægi fyrir fótum hans enda glæsilegur stjórnmálamaður í uppsiglingu. Svo kom Akureyrardvöl og blaðamennska; eitt sinn tjáði hann sig óvarlega um Ingibjörgu Sólrúnu; hann sagði að grunnt væri á gribbunni. Blaðamennska á Akureyri var enginn hefðarpóstur eða hár söðull. En R-listabrallið er leðjuslagur og ekki er ljóst hver kemur út úr honum uppistandandi. Sem borgarfulltrúi varð hann að gleypa margt með bros á vör. Þegar Þórólfur borgarstjóri varð að yfirgefa stólinn þá virtist sem tími Stefáns væri kominn. Makkið dreifðist yfir síður blaðanna og ljósvakamiðlanna. Hver skyldi verða borgarstjóri? Stefán sagði lítið alvarlegur á svip og Dagur B. var undir pressu. Svo komu tíðindin, Steinunn Valdís skyldi verða borgarstjóri; hún tók því brosandi og upp með sér; Stefán Jón varð að segja í sjónvarpi að hún væri góður kostur. Sögur spunnust um að Alfreð Þorsteinsson hefði enn einu sinni verið með hótanir um slit, hvað annað. Þeir í Framsókn höfðu víst litinn áhuga á að ala upp nýjan foringja, sem gæti verið skeinuhættur. Alfreð hefur beinlínis lifað á hótunum og stundað viðvarandi sukk í OR, gullmola Reykvíkinga, óáreittur. Fyrst var sóað 5-6 milljörðum í fjarskiptamál, sem engu skilaði. Svo byggði OR allt of dýrt húsnæði fyrir ca. 2 milljarða umfram þarfir. Og ekki nóg með það, nú er það ljósleiðarinn, sem á að koma á öll heimili í Reykjavík, 40 þúsund, en þegar hafa 2 þúsund fengið hann fyrir ofurkostnað; það er ljóst að margfalda verður áætlun OR um 8 milljarða kostnað með þremur; Akranesstuðullinn er fenginn með útboðum þar og á Seltjarnarnesi, en þau voru þrisvar sinnum hærri en áætlun OR; Alfreð hefur þegar skrifað undir framan við myndavélar! Svo hefur hann framið pólitísk hryðjuverk gagnvart Reykvíkingum og skrifað undir 381 megavött (stærra en Búrfellsvirkjun) til stóriðju án þess að spyrja íbúana, talar svo um atvinnu á svæðinu eins og atvinnufulltrúi í Skilmannahreppi. Jú, svo sást hann í sjónvarpi skrifa undir ljósleiðara í öll heimili í borginni, enn eitt sukkið. Við hvern? Vitaskuld Steinunni Valdísi, á fljúgandi ferðinni að mala Stefán Jón í kosningum. Hverju verður næst lofað upp í ermina á Alfreð? - Ríkarður III. kallaði örvæntingarfullur: "Konungdæmi mitt fyrir hest." - Það er ekki nema brot af fólki í Reykjavík, sem hefur not fyrir ljósleiðara og það er glapræði að vera með ótímabærar og ábyrgðarlausar undirskriftir. Síminn á víða tóm plaströr í jörðu til að draga ljósleiðara í ef þörf krefur. Alfreð er örvæntingarfullur og Steinunn í borgarstjóraslag og sjentilmaðurinn Stefán Jón er ósýnilegur. Svo reisir borgarstjóri til Ameríku í sebrakjól og veiðir fysta laxinn í Elliðaánum, já, og hjólar með Eggerti Skúlasyni. Þessi glíma stendur ekki um málefni, hún er valdabrask og Stefán Jón verður að taka þátt. Og ekki nóg með það. Nýlega komst Heimir Már Pétursson í sjónvarp og mælti fyrir Steinunni og minntist ekki á Stefán Jón. Og Guðrún Ögmundsdóttir fór geyst á útvarpi Sögu og sagði að skipulagsmálin skiptu öllu máli, í öllu, og minntist á Listasafnið sem afrek og Laugavegur væri í góðum málum; hún hafði skoðað það sjálf! Hildur Helga Sigurðardóttir þáttarstjóri sagði að miðborgin væri bara fyrir fyllibyttur og alþingismenn. "Já, já," sagði Guðrún; þau mál eru í góðu lagi sbr. Listasafnið og það sem Dagur B. hefur verið að gera og svo væri Steinunn Valdís komandi borgarstjóri. Dagur virðist besti drengur og með sífelldar vangaveltur, allt á að skoða og hlustað á alla, óræð og dýr gúmmípólitík. Auðvitað kemst hann ekkert án peninga, en hann er ekki í aðstöðu til að taka á Alfreð, sem sóar 10 milljörðum. Og Stefán Jón lendir í pressunni fyrir að hafa níðst á starfsfólki gæsluvalla; alveg herfilegt, en engu máli skiptir hvað gerðist því búið er að krota þetta á hann. Þótt hann hafi unnið vel að fræðslumálum þá klúðrar hann því á endasprettinum. Og bara krókódílar eru í kring um hann. Stefán, af hverju getur þú ekki hótað eins og Alfreð? Góðir stjórnmálamenn taka áhættu á réttu augnabliki. Svo ætla þær flokkssystur þínar að etja ykkur Degi saman í prófkjöri svo Steinunn sigri. Fyrirsögn þessarar greinar brenglaðist í birtingu í Fréttablaðinu 18. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarmál - Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur Þeir sem eru ekki innvígðir í Samfylkinguna átta sig ekki á því hvers vegna Stefán Jón Hafstein mætir andófi í eigin röðum. Ræturnar liggja greinilega djúpt undir. Fyrir nokkrum árum var hann þáttastjóri "Þjóðarsálarinnar" og svo virtist sem pólitíkin lægi fyrir fótum hans enda glæsilegur stjórnmálamaður í uppsiglingu. Svo kom Akureyrardvöl og blaðamennska; eitt sinn tjáði hann sig óvarlega um Ingibjörgu Sólrúnu; hann sagði að grunnt væri á gribbunni. Blaðamennska á Akureyri var enginn hefðarpóstur eða hár söðull. En R-listabrallið er leðjuslagur og ekki er ljóst hver kemur út úr honum uppistandandi. Sem borgarfulltrúi varð hann að gleypa margt með bros á vör. Þegar Þórólfur borgarstjóri varð að yfirgefa stólinn þá virtist sem tími Stefáns væri kominn. Makkið dreifðist yfir síður blaðanna og ljósvakamiðlanna. Hver skyldi verða borgarstjóri? Stefán sagði lítið alvarlegur á svip og Dagur B. var undir pressu. Svo komu tíðindin, Steinunn Valdís skyldi verða borgarstjóri; hún tók því brosandi og upp með sér; Stefán Jón varð að segja í sjónvarpi að hún væri góður kostur. Sögur spunnust um að Alfreð Þorsteinsson hefði enn einu sinni verið með hótanir um slit, hvað annað. Þeir í Framsókn höfðu víst litinn áhuga á að ala upp nýjan foringja, sem gæti verið skeinuhættur. Alfreð hefur beinlínis lifað á hótunum og stundað viðvarandi sukk í OR, gullmola Reykvíkinga, óáreittur. Fyrst var sóað 5-6 milljörðum í fjarskiptamál, sem engu skilaði. Svo byggði OR allt of dýrt húsnæði fyrir ca. 2 milljarða umfram þarfir. Og ekki nóg með það, nú er það ljósleiðarinn, sem á að koma á öll heimili í Reykjavík, 40 þúsund, en þegar hafa 2 þúsund fengið hann fyrir ofurkostnað; það er ljóst að margfalda verður áætlun OR um 8 milljarða kostnað með þremur; Akranesstuðullinn er fenginn með útboðum þar og á Seltjarnarnesi, en þau voru þrisvar sinnum hærri en áætlun OR; Alfreð hefur þegar skrifað undir framan við myndavélar! Svo hefur hann framið pólitísk hryðjuverk gagnvart Reykvíkingum og skrifað undir 381 megavött (stærra en Búrfellsvirkjun) til stóriðju án þess að spyrja íbúana, talar svo um atvinnu á svæðinu eins og atvinnufulltrúi í Skilmannahreppi. Jú, svo sást hann í sjónvarpi skrifa undir ljósleiðara í öll heimili í borginni, enn eitt sukkið. Við hvern? Vitaskuld Steinunni Valdísi, á fljúgandi ferðinni að mala Stefán Jón í kosningum. Hverju verður næst lofað upp í ermina á Alfreð? - Ríkarður III. kallaði örvæntingarfullur: "Konungdæmi mitt fyrir hest." - Það er ekki nema brot af fólki í Reykjavík, sem hefur not fyrir ljósleiðara og það er glapræði að vera með ótímabærar og ábyrgðarlausar undirskriftir. Síminn á víða tóm plaströr í jörðu til að draga ljósleiðara í ef þörf krefur. Alfreð er örvæntingarfullur og Steinunn í borgarstjóraslag og sjentilmaðurinn Stefán Jón er ósýnilegur. Svo reisir borgarstjóri til Ameríku í sebrakjól og veiðir fysta laxinn í Elliðaánum, já, og hjólar með Eggerti Skúlasyni. Þessi glíma stendur ekki um málefni, hún er valdabrask og Stefán Jón verður að taka þátt. Og ekki nóg með það. Nýlega komst Heimir Már Pétursson í sjónvarp og mælti fyrir Steinunni og minntist ekki á Stefán Jón. Og Guðrún Ögmundsdóttir fór geyst á útvarpi Sögu og sagði að skipulagsmálin skiptu öllu máli, í öllu, og minntist á Listasafnið sem afrek og Laugavegur væri í góðum málum; hún hafði skoðað það sjálf! Hildur Helga Sigurðardóttir þáttarstjóri sagði að miðborgin væri bara fyrir fyllibyttur og alþingismenn. "Já, já," sagði Guðrún; þau mál eru í góðu lagi sbr. Listasafnið og það sem Dagur B. hefur verið að gera og svo væri Steinunn Valdís komandi borgarstjóri. Dagur virðist besti drengur og með sífelldar vangaveltur, allt á að skoða og hlustað á alla, óræð og dýr gúmmípólitík. Auðvitað kemst hann ekkert án peninga, en hann er ekki í aðstöðu til að taka á Alfreð, sem sóar 10 milljörðum. Og Stefán Jón lendir í pressunni fyrir að hafa níðst á starfsfólki gæsluvalla; alveg herfilegt, en engu máli skiptir hvað gerðist því búið er að krota þetta á hann. Þótt hann hafi unnið vel að fræðslumálum þá klúðrar hann því á endasprettinum. Og bara krókódílar eru í kring um hann. Stefán, af hverju getur þú ekki hótað eins og Alfreð? Góðir stjórnmálamenn taka áhættu á réttu augnabliki. Svo ætla þær flokkssystur þínar að etja ykkur Degi saman í prófkjöri svo Steinunn sigri. Fyrirsögn þessarar greinar brenglaðist í birtingu í Fréttablaðinu 18. júlí.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun