Hernaðurinn gegn landinu 15. júlí 2005 00:01 Á sama tíma og básúnað er út um heim að Ísland sé sérstaklega sjálfbært og umhverfisvænt land stundum við stórbrotin náttúruspjöll og bjóðum helstu umhverfissóða heims velkomna hingað með verksmiðjur og stríðstól. Stærst í sniðum er eyðilegging hafsbotnsins með botnvörpum verksmiðjuskipa og svo auðvitað stóriðjuæðið og Kárahnúkastórslysið. Nú bætist við stríðsmyndartaka og er þá röðin komin að náttúruperlum á Suðurnesjum. Í stað uppistöðulóna og stíflumannvirkja koma sprengigígar og manngerðar risa-sandöldur. Umhverfisyfirvöld í Hafnarfirði mölduðu í móinn vegna eyðileggingar í Krýsuvík en ekkert heyðrist frá yfirvöldum í Reykjanesbæ annað en ánægjumal þegar loka á Stóru-Sandvík fyrir almenningi og leggja hana í rúst. Allt mun þetta vera gert með velsignelsi Umhverfisstofnunar og jafnvel Landgræðslunnar. Nokkur hluti Suðurnesja er þegar skemmdur vegna starfsemi Bandaríkjahers. T.d. verður svæði við Snorrastaðatjarnir, helstu náttúruperlu okkar Vogabúa, hættulegt gangandi fólki um ókomin ár vegna fjölda ósprunginna sprengja sem þar leynast í jörð og illgerlegt er að hreinsa svo öruggt sé. Umdeilt er hvort landsvæði í Reykjanesbæ sem herinn er að skila sé byggilegt sökum mengunar. Þó er allt þetta smátt í sniðum miðað við náttúruskemmdir vegna hernaðar um alla Jörð og þann mannlega harmleik sem morðingjar heimsins valda hvern dag. Við megum þakka fyrir að hér hefur ekki verið háð mannskæð orusta síðan á Sturlungaöld, en við misstum reyndar marga vaska sjómenn í heimsstyrjöldunum. Harðstjórar um heim allan þurfa að fegra ímynd hernaðar og breiða yfir óhugnaðinn. Þar gegna vinsælar stríðsmyndir miklu hlutverki. Nú er kúrekahetjan Clint Eastwood að koma til okkar fagra lands til að upphefja viðbjóðslega slátrun þúsunda manna sem átti sér stað á Kyrrahafseyjunni Iwo Jima við lok síðari heimsstyrjaldar. Nái sú mynd vinsældum dugar hún e.t.v. til að slá á vaxandi mótmæli gegn hernaði Bandaríkjanna í Írak og draga ógnaröldina þar á langinn. Það þarf engum að koma á óvart að Halldór og Davíð og helstu liðsmenn þeirra vilji leggja þar sitt af mörkum. En hvað um okkur hin? Eigum við að láta sem ekkert sé? Ég þekki Stóru-Sandvík vel. Þar háir melgresi harða glímu við óblíð náttúruöfl og hefur haft betur til þessa. Þar sameinast svartur sandur, blágrátt úthafið með hvítfreyðandi öldum, grænir melgresishólar og fuglager við grunnt vatnið fjær sjónum. Þessi staður blasir nú við ferðamönnum sem stoppa þar skammt frá til að skoða "brúna milli heimsálfa". Í Sandvík höfum við fjölskyldan átt ánægjustundir í landslagi sem er sérstakt á heimsvísu. Því ríkir sorg á mínu heimili þessa dagana. Þótt mikil hreyfing sé á sandinum í Stóru-Sandvík er eins víst að það taki náttúruna áratugi að græða sárin sem þar verða unnin. Náttúruvernd - Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og básúnað er út um heim að Ísland sé sérstaklega sjálfbært og umhverfisvænt land stundum við stórbrotin náttúruspjöll og bjóðum helstu umhverfissóða heims velkomna hingað með verksmiðjur og stríðstól. Stærst í sniðum er eyðilegging hafsbotnsins með botnvörpum verksmiðjuskipa og svo auðvitað stóriðjuæðið og Kárahnúkastórslysið. Nú bætist við stríðsmyndartaka og er þá röðin komin að náttúruperlum á Suðurnesjum. Í stað uppistöðulóna og stíflumannvirkja koma sprengigígar og manngerðar risa-sandöldur. Umhverfisyfirvöld í Hafnarfirði mölduðu í móinn vegna eyðileggingar í Krýsuvík en ekkert heyðrist frá yfirvöldum í Reykjanesbæ annað en ánægjumal þegar loka á Stóru-Sandvík fyrir almenningi og leggja hana í rúst. Allt mun þetta vera gert með velsignelsi Umhverfisstofnunar og jafnvel Landgræðslunnar. Nokkur hluti Suðurnesja er þegar skemmdur vegna starfsemi Bandaríkjahers. T.d. verður svæði við Snorrastaðatjarnir, helstu náttúruperlu okkar Vogabúa, hættulegt gangandi fólki um ókomin ár vegna fjölda ósprunginna sprengja sem þar leynast í jörð og illgerlegt er að hreinsa svo öruggt sé. Umdeilt er hvort landsvæði í Reykjanesbæ sem herinn er að skila sé byggilegt sökum mengunar. Þó er allt þetta smátt í sniðum miðað við náttúruskemmdir vegna hernaðar um alla Jörð og þann mannlega harmleik sem morðingjar heimsins valda hvern dag. Við megum þakka fyrir að hér hefur ekki verið háð mannskæð orusta síðan á Sturlungaöld, en við misstum reyndar marga vaska sjómenn í heimsstyrjöldunum. Harðstjórar um heim allan þurfa að fegra ímynd hernaðar og breiða yfir óhugnaðinn. Þar gegna vinsælar stríðsmyndir miklu hlutverki. Nú er kúrekahetjan Clint Eastwood að koma til okkar fagra lands til að upphefja viðbjóðslega slátrun þúsunda manna sem átti sér stað á Kyrrahafseyjunni Iwo Jima við lok síðari heimsstyrjaldar. Nái sú mynd vinsældum dugar hún e.t.v. til að slá á vaxandi mótmæli gegn hernaði Bandaríkjanna í Írak og draga ógnaröldina þar á langinn. Það þarf engum að koma á óvart að Halldór og Davíð og helstu liðsmenn þeirra vilji leggja þar sitt af mörkum. En hvað um okkur hin? Eigum við að láta sem ekkert sé? Ég þekki Stóru-Sandvík vel. Þar háir melgresi harða glímu við óblíð náttúruöfl og hefur haft betur til þessa. Þar sameinast svartur sandur, blágrátt úthafið með hvítfreyðandi öldum, grænir melgresishólar og fuglager við grunnt vatnið fjær sjónum. Þessi staður blasir nú við ferðamönnum sem stoppa þar skammt frá til að skoða "brúna milli heimsálfa". Í Sandvík höfum við fjölskyldan átt ánægjustundir í landslagi sem er sérstakt á heimsvísu. Því ríkir sorg á mínu heimili þessa dagana. Þótt mikil hreyfing sé á sandinum í Stóru-Sandvík er eins víst að það taki náttúruna áratugi að græða sárin sem þar verða unnin. Náttúruvernd - Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar