Innlent

30.000 evrópsk sjúkratryggingakort

Tæplega 32 þúsund Íslendingar fengu sér evrópska sjúkratryggingakortið hjá Tryggingastofnun í maí og júní. Viðtökurnar hafa verið mun betri en reiknað var með en áður en útgáfa kortanna hófst þann 1. maí var gert ráð fyrir því að um þrjátíu þúsund kort yrðu gefin út á árinu. Evrópska sjúkratryggingakortið veitir Evrópubúum rétt til læknisaðstoðar utan heimalands á sama verði og íbúar dvalarlandsins greiða ef þeir veikjast skyndilega eða slasast á ferðalagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×