Einn af tekjustólpum ríkisins? 30. júní 2005 00:01 Um 60 prósent af verði venjulegrar léttvínsflösku rennur til ríkisins í formi mismunandi gjalda. Þyngst vegur hið svokallaða áfengisgjald sem eru um 53 krónur á hvern lítra. Þetta þýðir að borga þarf tæpar 400 krónur af hverri rauðvínsflösku sem inniheldur 12 prósent af vínanda. Margt slæmt fylgir svo háu áfengisgjaldi fyrir utan auðvitað að þurfa að borga það. Verðlagning á víni verður "röng" vegna þess að þegar fastur kostnaður leggst á vöruna, óháð upprunalegu verði hennar eykst verðið ekki í réttum hlutföllum við gæðin. Áfengisgjaldið verður til þess að lítill verðmunur verður á góðum og vondum vínum að því gefnu að góð vín kosti mikið og slæm vín lítið. Ódýrasta vínið í ÁTVR kostar tæpar eitt þúsund krónur, sem er mikill peningur fyrir venjulegt borðvín. Þessi skattlagning verður til að verð frá heildsala skiptir einnig litlu máli. Ef heildsali lækkar verð sitt um 10 prósent þá lækkar verð léttvínsflöskurnar aðeins um nokkur prósent. Ríkið fékk 14 milljarða í sinn hlut af sölu ÁTVR í fyrra og eykst á hverju ári. Það munur um minna. ÁTVR hefur að undanförnu reynt að stýra neyslu fólks með því að hækka áfengisgjald á sterku víni en hafa óbreytt áfengisgjald á léttum vínum. Rökin fyrir því að lækka gjaldið eru þau að ef léttvín væri ódýrara myndi seljast meira af því og líklega meira renna til ríkisins þrátt fyrir lægri prósentu. En stöldrum við, meiri drykkja þýðir það ekki fleiri alkahólista? Nei ekki endilega. Þeir sem eiga á annað borð við vandamál að stríða hafa hingað til geta nálgast áfengið og gert hvað sem er til að komast yfir áfengi. Ein af ódýrustu leiðunum við að komast yfir léttvín er að brugga það sjálfur en ég hef aldrei heyrt af alkahólistum sem hafa stundað stífar brugganir á léttvíni. Þeir sem vilja mótmæla háu verði á léttvíni geta því heimsótt einhverjar af þeim verslunum sem bjóða upp á eðalþrúgur til heimabruggunar á léttvíni. Hvers vegna er ekki hægt að leggja þetta gjald niður? Gjaldið er eingöngu skattheima á áfengi sem leiðir til þess að verð á léttvíni hér á landi eru úr öllu samhengi við verð í öðrum löndum. Smásöluálagning ríkisins er einnig föst upphæð. 13 prósent ef vínið selt það vel að það nái inn á sölulista ÁTVR. Ef vínið kemst inn á reynslulista fær það 19 prósent smásöluálagningu og enn hærri ef um sérpantanir er að ræða. Þegar fjallað er um léttvín er ekki hægt að sleppa því að hafa skoðun á því hvort léttvínið eigi heima í matvöruverslunum eða ekki. Ef ÁTVR heldur áfram að bjóða upp á góða þjónustu og lengir aðeins opnunartíma verslana sinna er engin þörf á því. Smásala ÁTVR er ekki það sem heldur verðinu uppi heldur áfengisgjaldið. Því þarf að afnema það eða lækka það sem fyrst. Dögg Hjaltalín –dogg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Í brennidepli Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Um 60 prósent af verði venjulegrar léttvínsflösku rennur til ríkisins í formi mismunandi gjalda. Þyngst vegur hið svokallaða áfengisgjald sem eru um 53 krónur á hvern lítra. Þetta þýðir að borga þarf tæpar 400 krónur af hverri rauðvínsflösku sem inniheldur 12 prósent af vínanda. Margt slæmt fylgir svo háu áfengisgjaldi fyrir utan auðvitað að þurfa að borga það. Verðlagning á víni verður "röng" vegna þess að þegar fastur kostnaður leggst á vöruna, óháð upprunalegu verði hennar eykst verðið ekki í réttum hlutföllum við gæðin. Áfengisgjaldið verður til þess að lítill verðmunur verður á góðum og vondum vínum að því gefnu að góð vín kosti mikið og slæm vín lítið. Ódýrasta vínið í ÁTVR kostar tæpar eitt þúsund krónur, sem er mikill peningur fyrir venjulegt borðvín. Þessi skattlagning verður til að verð frá heildsala skiptir einnig litlu máli. Ef heildsali lækkar verð sitt um 10 prósent þá lækkar verð léttvínsflöskurnar aðeins um nokkur prósent. Ríkið fékk 14 milljarða í sinn hlut af sölu ÁTVR í fyrra og eykst á hverju ári. Það munur um minna. ÁTVR hefur að undanförnu reynt að stýra neyslu fólks með því að hækka áfengisgjald á sterku víni en hafa óbreytt áfengisgjald á léttum vínum. Rökin fyrir því að lækka gjaldið eru þau að ef léttvín væri ódýrara myndi seljast meira af því og líklega meira renna til ríkisins þrátt fyrir lægri prósentu. En stöldrum við, meiri drykkja þýðir það ekki fleiri alkahólista? Nei ekki endilega. Þeir sem eiga á annað borð við vandamál að stríða hafa hingað til geta nálgast áfengið og gert hvað sem er til að komast yfir áfengi. Ein af ódýrustu leiðunum við að komast yfir léttvín er að brugga það sjálfur en ég hef aldrei heyrt af alkahólistum sem hafa stundað stífar brugganir á léttvíni. Þeir sem vilja mótmæla háu verði á léttvíni geta því heimsótt einhverjar af þeim verslunum sem bjóða upp á eðalþrúgur til heimabruggunar á léttvíni. Hvers vegna er ekki hægt að leggja þetta gjald niður? Gjaldið er eingöngu skattheima á áfengi sem leiðir til þess að verð á léttvíni hér á landi eru úr öllu samhengi við verð í öðrum löndum. Smásöluálagning ríkisins er einnig föst upphæð. 13 prósent ef vínið selt það vel að það nái inn á sölulista ÁTVR. Ef vínið kemst inn á reynslulista fær það 19 prósent smásöluálagningu og enn hærri ef um sérpantanir er að ræða. Þegar fjallað er um léttvín er ekki hægt að sleppa því að hafa skoðun á því hvort léttvínið eigi heima í matvöruverslunum eða ekki. Ef ÁTVR heldur áfram að bjóða upp á góða þjónustu og lengir aðeins opnunartíma verslana sinna er engin þörf á því. Smásala ÁTVR er ekki það sem heldur verðinu uppi heldur áfengisgjaldið. Því þarf að afnema það eða lækka það sem fyrst. Dögg Hjaltalín –dogg@frettabladid.is
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun