Klámvæðingin heldur áfram 29. júní 2005 00:01 Aukin klámvæðing á Íslandi - Kristín Tómasdóttir sálfræðinemi Átta ára vinur minn kom alsæll heim af fótboltanámskeiði í dag með fótboltablað meðferðis. Ég fletti "áhugasöm" í gegnum blaðið sem virtist fullt af fróðleik um fótbolta. Á síðustu blaðsíðunni rak ég upp stór augu en þar birtist heilsíðuauglýsing fyrir nektarstaðinn fræga Goldfinger þar sem boðið er upp á stúlkur (líkt og um nautasteik væri að ræða) og flott koníak. Mér ofbauð og ekki í fyrsta sinn. Strippstaðir eru niðurlægjandi fyrir konur. Strippstaðir selja líkama kvenna í þeirri merkingu að karlmenn borga fyrir að sjá í bert holdið. Þetta er staðreynd sem mér finnst þessi þjóð ekki gera sér grein fyrir. Þetta er staðreynd sem alþýðan sættir sig bara við. Ég dauðskammast mín fyrir það að litla Ísland geti ekki verið sjálfstæðari en svo að strippstaðir teljist sjálfsagðir veitingastaðir og fullkomlega eðlilegur hluti af samskiptum kynjanna. Það þarf enginn að segja mér það að þetta blað hefði ekki komist í prentun nema með innkomu auglýsingaverðs Goldfinger auglýsingarinnar. Fótboltablað. Hver er markhópurinn? Karlmenn yfir 22 ára? Já, mögulega en einnig drengir og stúlkur undir 22 ára! Átta ára vinur minn kann að lesa, hann les fótboltablaðið sitt upp til agna og hvaða skilaboð fær hann? Jú, það er ósköp eðlilegt að borga pening fyrir það að sjá nakta konu og fá sér svo koníak í kaupbæti. Ég veit ekki hversu oft ég hef þurft að reka það ofan í fólk að dreifing á klámi er bönnuð með lögum á Íslandi. Hvernig í ósköpunum stendur á því að fjölmiðlar fjalla um dreifingu Skjás eins á klámi og svo er það bara búið mál og Skjár einn mun eflaust dreifa klámi eins lengi og sjónvarpsstöðinni hentar að dreifa klámi. Klám er ofbeldi. Klám sýnir oftar en ekki valdaníðslu karla gagnvart konum, óheilbrigt kynlíf, niðurlægjandi framkomu og ranga sýn á kynhvöt karla og kvenna. Fórnarlömb vændis hafa sagt að vændi sé eitt, en um leið og vændið sé komið í dreifingu og líkaminn og athafnir dreifast um veraldarvefinn án þess að nokkur ráði neitt við neitt þá sé staðan orðin óbærileg. Konur hafa enga þörf fyrir það að selja líkama sinn. Það velur sér engin kona að selja líkama sinn nema hún sé búin að missa alla virðingu gagnvart honum af einhverjum ástæðum eða í neyð. Klám er ein birtingamynd sölu kvenlíkamans og nú ætlar Skjár einn að dreifa því. Baráttan gegn klámi og vændi er einn mikilvægasti vængur jafnréttisbaráttunnar. Til þess að ná jafnrétti hér á landi verðum við að vera meðvituð um allar hliðar, þar með talið klám og vændi. Ég skora á félagsmálaráðherra, eftir kröfugerðina sem hann fékk afhenta hinn 19. júni á Þingvöllum, til þess að taka orð íslenskra kvennasamtaka alvarlega og gera allt sem í hans valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að ríkisfyrirtæki dreifi klámi. Ég skora á Landlækni til þess að láta í sér heyra enda hefur þörfin sjaldan verið meiri en nú til þess að vinna gegn klámvæðingunni. Ég skora á lögregluna, saksóknara og löggjafarvaldið í heild sinni til þess að virða lög okkar um dreifingu á klámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Aukin klámvæðing á Íslandi - Kristín Tómasdóttir sálfræðinemi Átta ára vinur minn kom alsæll heim af fótboltanámskeiði í dag með fótboltablað meðferðis. Ég fletti "áhugasöm" í gegnum blaðið sem virtist fullt af fróðleik um fótbolta. Á síðustu blaðsíðunni rak ég upp stór augu en þar birtist heilsíðuauglýsing fyrir nektarstaðinn fræga Goldfinger þar sem boðið er upp á stúlkur (líkt og um nautasteik væri að ræða) og flott koníak. Mér ofbauð og ekki í fyrsta sinn. Strippstaðir eru niðurlægjandi fyrir konur. Strippstaðir selja líkama kvenna í þeirri merkingu að karlmenn borga fyrir að sjá í bert holdið. Þetta er staðreynd sem mér finnst þessi þjóð ekki gera sér grein fyrir. Þetta er staðreynd sem alþýðan sættir sig bara við. Ég dauðskammast mín fyrir það að litla Ísland geti ekki verið sjálfstæðari en svo að strippstaðir teljist sjálfsagðir veitingastaðir og fullkomlega eðlilegur hluti af samskiptum kynjanna. Það þarf enginn að segja mér það að þetta blað hefði ekki komist í prentun nema með innkomu auglýsingaverðs Goldfinger auglýsingarinnar. Fótboltablað. Hver er markhópurinn? Karlmenn yfir 22 ára? Já, mögulega en einnig drengir og stúlkur undir 22 ára! Átta ára vinur minn kann að lesa, hann les fótboltablaðið sitt upp til agna og hvaða skilaboð fær hann? Jú, það er ósköp eðlilegt að borga pening fyrir það að sjá nakta konu og fá sér svo koníak í kaupbæti. Ég veit ekki hversu oft ég hef þurft að reka það ofan í fólk að dreifing á klámi er bönnuð með lögum á Íslandi. Hvernig í ósköpunum stendur á því að fjölmiðlar fjalla um dreifingu Skjás eins á klámi og svo er það bara búið mál og Skjár einn mun eflaust dreifa klámi eins lengi og sjónvarpsstöðinni hentar að dreifa klámi. Klám er ofbeldi. Klám sýnir oftar en ekki valdaníðslu karla gagnvart konum, óheilbrigt kynlíf, niðurlægjandi framkomu og ranga sýn á kynhvöt karla og kvenna. Fórnarlömb vændis hafa sagt að vændi sé eitt, en um leið og vændið sé komið í dreifingu og líkaminn og athafnir dreifast um veraldarvefinn án þess að nokkur ráði neitt við neitt þá sé staðan orðin óbærileg. Konur hafa enga þörf fyrir það að selja líkama sinn. Það velur sér engin kona að selja líkama sinn nema hún sé búin að missa alla virðingu gagnvart honum af einhverjum ástæðum eða í neyð. Klám er ein birtingamynd sölu kvenlíkamans og nú ætlar Skjár einn að dreifa því. Baráttan gegn klámi og vændi er einn mikilvægasti vængur jafnréttisbaráttunnar. Til þess að ná jafnrétti hér á landi verðum við að vera meðvituð um allar hliðar, þar með talið klám og vændi. Ég skora á félagsmálaráðherra, eftir kröfugerðina sem hann fékk afhenta hinn 19. júni á Þingvöllum, til þess að taka orð íslenskra kvennasamtaka alvarlega og gera allt sem í hans valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að ríkisfyrirtæki dreifi klámi. Ég skora á Landlækni til þess að láta í sér heyra enda hefur þörfin sjaldan verið meiri en nú til þess að vinna gegn klámvæðingunni. Ég skora á lögregluna, saksóknara og löggjafarvaldið í heild sinni til þess að virða lög okkar um dreifingu á klámi.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar