Innlent

Starfandi fólki fjölgar

Starfandi fólki á Íslandi fjölgaði um 1.2 prósent milli áranna 2003 og 2004 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Skiptist fjöldinn nokkuð jafnt milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Alls störfuðu hér á landi 157.520 manns árið 2004 sem er tæplega tvö þúsund fleiri en árið áður þegar heildarfjöldi starfandi fólks var 155.680. Fjölgunin er nokkuð jöfn milli landssvæða. Fjölgar um 1.2 prósent á höfuðborgarsvæðinu en 1.1 prósent annars staðar á landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×