Alþýðusambandið fer á kostum 26. maí 2005 00:01 Starfsmannaleigur - Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ fer í fjölmiðlum gersamlega á kostum í tilefni af því að þrír Lettar og íslenskt verktakafyrirtæki voru nýverið sýknuð í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um brot á lögum um útlendinga. Halldór úthúðar ágætum verjanda GT-verktaka, Marteini Mássyni hdl, og sakar hann um að hafa hannað atburðarás málsins eftir á. Hefði aðstoðarframkvæmdastjórinn ómakað sig og fylgst með réttarhöldunum hefði hann áttað sig á að þessu var þveröfugt farið. Halldór hellir sér yfir sækjanda málsins fyrir austan og segir hann ekki hafa spurt ýmissa lykilspurninga, til dæmis hvort Vislande, vinnuveitandi hinna ákærðu Letta, væri yfirhöfuð til. Hefði aðstoðarframkvæmdastjórinn ómakað sig og fylgst með réttarhöldunum hefði hann heyrt fyrirsvarsmann Vislande einmitt gefa allar þessar upplýsingar og séð að sækjandi málsins leysti af hendi sitt starf með sóma og af samviskusemi. Í grein í Fréttablaðinu þann 23. maí sl. segir Halldór að ákærðu hafi verið sýknaðir þó að þeir hafi verið margsaga í málinu og að lengi framan af hafi ekkert legið fyrir í málinu um starfskjör þeirra eða ráðningarsamband. Hefði aðstoðarframkvæmdastjórinn ómakað sig og fylgst með réttarhöldunum hefði hann séð að það var í raun ekki fyrr en vinnuveitandi Lettanna var yfirheyrður að kjör mannanna og ráðningarsamband skýrðist. Fram að því hafði þetta verið í þoku enda þessir ágætu menn ekki með sín mál mjög á hreinu. Í sömu grein segist Halldór vilja leiðrétta "þá villu" sem komið hafi fram hjá undirrituðum að ríkisborgarar frá nýjum aðildarríkjum ESB þurfi ekki atvinnuleyfi hyggist þeir dveljast og starfa hér á landi í 3 mánuði. Vegna þessa er ekki úr vegi að birta í Fréttablaðinu orðrétt dómsniðurstöðu Héraðsdóms Austurlands: "Samkvæmt a-lið 14. gr. laga nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga er meginreglan sú að ríkisborgarar í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og aðrir útlendingar sem falla undir reglur samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu séu undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi. Lettland er eitt hinna nýju ríkja sem bættust í hóp aðildarríkja með samningnum um stækkun Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins sem tók gildi 1. maí 2004. Stækkunarsamningurinn kvað á um heimild til að beita sérstökum aðlögunarákvæðum að því er varðar frjálsa för launafólks frá hinum nýju ríkjum, öðrum en Möltu og Kýpur, og fresta þannig fullum aðgangi launafólks frá þessum ríkjum að íslenskum vinnumarkaði. Í því skyni að nýta aðlögunarheimildir stækkunarsamningsins var gerð breyting á lögum nr. 96/2002 um útlendinga. Með 17. gr. breytingarlaga nr. 20/2004 var bætt við lögin ákvæði til bráðabirgða þar sem lögfest var að til 1. maí 2006 gildi ákvæði 1. mgr. 35. gr. um heimild EES-útlendings til dvalar án sérstaks leyfis í sex mánuði ef hann er í atvinnuleit, ekki um launþega frá hinum nýju ríkjum Evrópusambandsins, að Möltu og Kýpur frátöldum. Samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 96/2002 má útlendingur sem fellur undir reglur EES-samningsins eða stofnsamnings EFTA koma til landsins án sérstaks leyfis og dveljast eða starfa hér á landi í allt að þrjá mánuði frá komu hans til landsins, eða allt að sex mánuðum ef hann er í atvinnuleit. Þykir ljóst af orðalagi bráðabirgðaákvæðisins að með því sé einungis frestað gildistöku hins tilvitnaða ákvæðis 1. mgr. 35. gr. Önnur ákvæði 1. mgr. 35. gr. gildi hins vegar gagnvart ríkisborgurum hinna nýju ríkja, þ.á m. Lettlands frá og með 1. maí 2004. Þeim sé því heimilt að koma til landsins án sérstaks leyfis og dveljast hér eða starfa í allt að þrjá mánuði frá komu til landsins. Var ákærðu, sem eru frá Lettlandi, því heimilt að koma til landsins án sérstaks leyfis og dveljast hér eða starfa, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 96/2002." Ekki veit ég hvaða störfum aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ gegnir eða hvaða hæfniskröfur eru gerðar til þeirra sem starfinu gegna, en er ekki lágmarkskrafa launþega í landinu sem stritað hafa fyrir félagsgjöldunum sem þangað renna, að fulltrúar þeirra annars vegar kunni að lesa og hins vegar að þeir séu ekki að dylgja staðlausa stafi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Starfsmannaleigur - Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ fer í fjölmiðlum gersamlega á kostum í tilefni af því að þrír Lettar og íslenskt verktakafyrirtæki voru nýverið sýknuð í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um brot á lögum um útlendinga. Halldór úthúðar ágætum verjanda GT-verktaka, Marteini Mássyni hdl, og sakar hann um að hafa hannað atburðarás málsins eftir á. Hefði aðstoðarframkvæmdastjórinn ómakað sig og fylgst með réttarhöldunum hefði hann áttað sig á að þessu var þveröfugt farið. Halldór hellir sér yfir sækjanda málsins fyrir austan og segir hann ekki hafa spurt ýmissa lykilspurninga, til dæmis hvort Vislande, vinnuveitandi hinna ákærðu Letta, væri yfirhöfuð til. Hefði aðstoðarframkvæmdastjórinn ómakað sig og fylgst með réttarhöldunum hefði hann heyrt fyrirsvarsmann Vislande einmitt gefa allar þessar upplýsingar og séð að sækjandi málsins leysti af hendi sitt starf með sóma og af samviskusemi. Í grein í Fréttablaðinu þann 23. maí sl. segir Halldór að ákærðu hafi verið sýknaðir þó að þeir hafi verið margsaga í málinu og að lengi framan af hafi ekkert legið fyrir í málinu um starfskjör þeirra eða ráðningarsamband. Hefði aðstoðarframkvæmdastjórinn ómakað sig og fylgst með réttarhöldunum hefði hann séð að það var í raun ekki fyrr en vinnuveitandi Lettanna var yfirheyrður að kjör mannanna og ráðningarsamband skýrðist. Fram að því hafði þetta verið í þoku enda þessir ágætu menn ekki með sín mál mjög á hreinu. Í sömu grein segist Halldór vilja leiðrétta "þá villu" sem komið hafi fram hjá undirrituðum að ríkisborgarar frá nýjum aðildarríkjum ESB þurfi ekki atvinnuleyfi hyggist þeir dveljast og starfa hér á landi í 3 mánuði. Vegna þessa er ekki úr vegi að birta í Fréttablaðinu orðrétt dómsniðurstöðu Héraðsdóms Austurlands: "Samkvæmt a-lið 14. gr. laga nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga er meginreglan sú að ríkisborgarar í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og aðrir útlendingar sem falla undir reglur samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu séu undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi. Lettland er eitt hinna nýju ríkja sem bættust í hóp aðildarríkja með samningnum um stækkun Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins sem tók gildi 1. maí 2004. Stækkunarsamningurinn kvað á um heimild til að beita sérstökum aðlögunarákvæðum að því er varðar frjálsa för launafólks frá hinum nýju ríkjum, öðrum en Möltu og Kýpur, og fresta þannig fullum aðgangi launafólks frá þessum ríkjum að íslenskum vinnumarkaði. Í því skyni að nýta aðlögunarheimildir stækkunarsamningsins var gerð breyting á lögum nr. 96/2002 um útlendinga. Með 17. gr. breytingarlaga nr. 20/2004 var bætt við lögin ákvæði til bráðabirgða þar sem lögfest var að til 1. maí 2006 gildi ákvæði 1. mgr. 35. gr. um heimild EES-útlendings til dvalar án sérstaks leyfis í sex mánuði ef hann er í atvinnuleit, ekki um launþega frá hinum nýju ríkjum Evrópusambandsins, að Möltu og Kýpur frátöldum. Samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 96/2002 má útlendingur sem fellur undir reglur EES-samningsins eða stofnsamnings EFTA koma til landsins án sérstaks leyfis og dveljast eða starfa hér á landi í allt að þrjá mánuði frá komu hans til landsins, eða allt að sex mánuðum ef hann er í atvinnuleit. Þykir ljóst af orðalagi bráðabirgðaákvæðisins að með því sé einungis frestað gildistöku hins tilvitnaða ákvæðis 1. mgr. 35. gr. Önnur ákvæði 1. mgr. 35. gr. gildi hins vegar gagnvart ríkisborgurum hinna nýju ríkja, þ.á m. Lettlands frá og með 1. maí 2004. Þeim sé því heimilt að koma til landsins án sérstaks leyfis og dveljast hér eða starfa í allt að þrjá mánuði frá komu til landsins. Var ákærðu, sem eru frá Lettlandi, því heimilt að koma til landsins án sérstaks leyfis og dveljast hér eða starfa, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 96/2002." Ekki veit ég hvaða störfum aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ gegnir eða hvaða hæfniskröfur eru gerðar til þeirra sem starfinu gegna, en er ekki lágmarkskrafa launþega í landinu sem stritað hafa fyrir félagsgjöldunum sem þangað renna, að fulltrúar þeirra annars vegar kunni að lesa og hins vegar að þeir séu ekki að dylgja staðlausa stafi?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar