Misnotkun á erlendu verkafólki 13. október 2005 19:15 Starfsmannaleigur - Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ Vegna skrifa Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns starfsmannaleigunnar Vislande, í Fréttablaðinu sl. fimmtudag vil ég koma eftirfarandi leiðréttingum á framfæri. Héraðsdómur Austurlands kemst að þeirri niðurstöðu í máli tveggja lettneskra verkamanna á Kárahnjúkum að ekki sé forsenda til að sakfella þá, þar sem ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sýna fram á að þeir hafi ekki verið í ráðningarsambandi við Vislande. Þetta er niðurstaða dómsins, þrátt fyrir að komið hafi fram í vitnaleiðslum að lettnesku verkamennirnir og fulltrúar Vislande og GT verktaka hafi orðið margsaga í málinu og að lengi framan af hafi ekkert legið fyrir um á hvaða kjörum mennirnir ættu að vera við störf hér á landi. Ekki lá fyrir hvort þeir væru verktakar eða í beinu ráðningarsambandi við Vislande. Dómurinn byggir á samningi sem undirritaður var af GT verktökum og Vislande tæpum tveim mánuðum eftir að Lettarnir komu hingað til lands og hófu störf á Kárahnjúkum. Þá er mikilvægt að leiðrétta þá villu sem fram kemur í skrifum lögmannsins að niðurstaða dómsins sé sú að "ríkisborgarar frá nýjum aðildarríkjum ESB þurfi ekki að sækja um atvinnuleyfi hyggist þeir dveljast hérlendis og starfa í 3 mánuði". Það þurfa allir ríkisborgarar frá nýju aðildarríkjunum að sækja um atvinnuleyfi hér nema að þeir starfi á grundvelli þjónustusamninga. Þeir þjónustusamningar þurfa að sjálfsögðu að liggja fyrir, þegar viðkomandi starfsmenn hefja störf. Niðurstaða dómsins er að láta þá njóta vafans og taka þjónustusamninginn gildan þrátt fyrir að hann hafi verið undirritaður tveim mánuðum eftir að mennirnir hófu störf. Það er mikilvægt að gleyma ekki um hvað málið snýst. Það snýst um að GT verktakar sögðu í byrjun árs upp starfsmönnum í föstu ráðningarsambandi án þess að þeir hefðu á nokkurn hátt orðið brotlegir og fengu í staðinn erlenda starfsmenn í gegnum starfsmannaleiguna Vislande til að sinna þeirra störfum. GT verktakar upplýstu að ekkert hefði verið fjallað um kjör eða réttindi þessara erlendu starfsmanna og að þeir hvorki vissu eða vildu nokkuð vita nokkuð um það efni. Þeir vísuðu allri ábyrgð á starfsmennaleiguna Vislande. Hinir erlendu starfsmenn upplýstu að þeir vissu ekkert um sín kjör eða réttindi þegar þeir hófu störf hér á landi. Hins vegar liggur fyrir að samkvæmt þeim samningum sem síðan voru lagðir fram fyrir dómi voru kjör þeirra umtalsvert lakari en þau kjör sem fyrri starfsmenn höfðu notið. Hver kjör þeirra hefðu hins vegar orðið hefði þetta mál ekki farið fyrir dóm verður aldrei upplýst. Það verður hver og einn að meta í ljósi málatilbúnaðarins að öðru leyti og sambærilegra mála sem komið hafa upp á Suðurlandi og fyrirtækið Vislande hefur átt aðild að en þar var upplýst að ætlunin var að borga erlendu verkamönnunum langt undir lágmarkskjörum samkvæmt kjarasamningum. Alþýðusambandið er ekki að beita sér gegn erlendu verkafólki. Það er að beita sér gegn framgöngu eins og hér er lýst af hálfu fyrirtækja eins og Vislande og GT verktaka. Gegn misnotkun á erlendu verkafólki. Á slíkri starfsemi tapa allir. Erlenda verkafólkið sem er ætlað að njóta þeirra kjara sem hér gilda. Launafólk á íslenskum vinnumarkaði almennt, vegna þess að verið að er grafa undan kjörum þess. Þorri fyrirtækja sem virða kjarasamninga og lög og eru kjölfestan í íslensku atvinnulífi. Og að lokum samfélagið allt vegna þess að framangreindir aðilar reyna að skjóta sér undan því að leggja til samfélagsins það sem þeim ber og fylgja þeim leikreglum sem almenn sátt er um. Hvað varðar ávirðingar Sveins Andra á verkalýðshreyfinguna og Vinnumálastofnun, þá dæma þær sig sjálfar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsmannaleigur - Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ Vegna skrifa Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns starfsmannaleigunnar Vislande, í Fréttablaðinu sl. fimmtudag vil ég koma eftirfarandi leiðréttingum á framfæri. Héraðsdómur Austurlands kemst að þeirri niðurstöðu í máli tveggja lettneskra verkamanna á Kárahnjúkum að ekki sé forsenda til að sakfella þá, þar sem ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sýna fram á að þeir hafi ekki verið í ráðningarsambandi við Vislande. Þetta er niðurstaða dómsins, þrátt fyrir að komið hafi fram í vitnaleiðslum að lettnesku verkamennirnir og fulltrúar Vislande og GT verktaka hafi orðið margsaga í málinu og að lengi framan af hafi ekkert legið fyrir um á hvaða kjörum mennirnir ættu að vera við störf hér á landi. Ekki lá fyrir hvort þeir væru verktakar eða í beinu ráðningarsambandi við Vislande. Dómurinn byggir á samningi sem undirritaður var af GT verktökum og Vislande tæpum tveim mánuðum eftir að Lettarnir komu hingað til lands og hófu störf á Kárahnjúkum. Þá er mikilvægt að leiðrétta þá villu sem fram kemur í skrifum lögmannsins að niðurstaða dómsins sé sú að "ríkisborgarar frá nýjum aðildarríkjum ESB þurfi ekki að sækja um atvinnuleyfi hyggist þeir dveljast hérlendis og starfa í 3 mánuði". Það þurfa allir ríkisborgarar frá nýju aðildarríkjunum að sækja um atvinnuleyfi hér nema að þeir starfi á grundvelli þjónustusamninga. Þeir þjónustusamningar þurfa að sjálfsögðu að liggja fyrir, þegar viðkomandi starfsmenn hefja störf. Niðurstaða dómsins er að láta þá njóta vafans og taka þjónustusamninginn gildan þrátt fyrir að hann hafi verið undirritaður tveim mánuðum eftir að mennirnir hófu störf. Það er mikilvægt að gleyma ekki um hvað málið snýst. Það snýst um að GT verktakar sögðu í byrjun árs upp starfsmönnum í föstu ráðningarsambandi án þess að þeir hefðu á nokkurn hátt orðið brotlegir og fengu í staðinn erlenda starfsmenn í gegnum starfsmannaleiguna Vislande til að sinna þeirra störfum. GT verktakar upplýstu að ekkert hefði verið fjallað um kjör eða réttindi þessara erlendu starfsmanna og að þeir hvorki vissu eða vildu nokkuð vita nokkuð um það efni. Þeir vísuðu allri ábyrgð á starfsmennaleiguna Vislande. Hinir erlendu starfsmenn upplýstu að þeir vissu ekkert um sín kjör eða réttindi þegar þeir hófu störf hér á landi. Hins vegar liggur fyrir að samkvæmt þeim samningum sem síðan voru lagðir fram fyrir dómi voru kjör þeirra umtalsvert lakari en þau kjör sem fyrri starfsmenn höfðu notið. Hver kjör þeirra hefðu hins vegar orðið hefði þetta mál ekki farið fyrir dóm verður aldrei upplýst. Það verður hver og einn að meta í ljósi málatilbúnaðarins að öðru leyti og sambærilegra mála sem komið hafa upp á Suðurlandi og fyrirtækið Vislande hefur átt aðild að en þar var upplýst að ætlunin var að borga erlendu verkamönnunum langt undir lágmarkskjörum samkvæmt kjarasamningum. Alþýðusambandið er ekki að beita sér gegn erlendu verkafólki. Það er að beita sér gegn framgöngu eins og hér er lýst af hálfu fyrirtækja eins og Vislande og GT verktaka. Gegn misnotkun á erlendu verkafólki. Á slíkri starfsemi tapa allir. Erlenda verkafólkið sem er ætlað að njóta þeirra kjara sem hér gilda. Launafólk á íslenskum vinnumarkaði almennt, vegna þess að verið að er grafa undan kjörum þess. Þorri fyrirtækja sem virða kjarasamninga og lög og eru kjölfestan í íslensku atvinnulífi. Og að lokum samfélagið allt vegna þess að framangreindir aðilar reyna að skjóta sér undan því að leggja til samfélagsins það sem þeim ber og fylgja þeim leikreglum sem almenn sátt er um. Hvað varðar ávirðingar Sveins Andra á verkalýðshreyfinguna og Vinnumálastofnun, þá dæma þær sig sjálfar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun