Misnotkun á erlendu verkafólki 13. október 2005 19:15 Starfsmannaleigur - Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ Vegna skrifa Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns starfsmannaleigunnar Vislande, í Fréttablaðinu sl. fimmtudag vil ég koma eftirfarandi leiðréttingum á framfæri. Héraðsdómur Austurlands kemst að þeirri niðurstöðu í máli tveggja lettneskra verkamanna á Kárahnjúkum að ekki sé forsenda til að sakfella þá, þar sem ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sýna fram á að þeir hafi ekki verið í ráðningarsambandi við Vislande. Þetta er niðurstaða dómsins, þrátt fyrir að komið hafi fram í vitnaleiðslum að lettnesku verkamennirnir og fulltrúar Vislande og GT verktaka hafi orðið margsaga í málinu og að lengi framan af hafi ekkert legið fyrir um á hvaða kjörum mennirnir ættu að vera við störf hér á landi. Ekki lá fyrir hvort þeir væru verktakar eða í beinu ráðningarsambandi við Vislande. Dómurinn byggir á samningi sem undirritaður var af GT verktökum og Vislande tæpum tveim mánuðum eftir að Lettarnir komu hingað til lands og hófu störf á Kárahnjúkum. Þá er mikilvægt að leiðrétta þá villu sem fram kemur í skrifum lögmannsins að niðurstaða dómsins sé sú að "ríkisborgarar frá nýjum aðildarríkjum ESB þurfi ekki að sækja um atvinnuleyfi hyggist þeir dveljast hérlendis og starfa í 3 mánuði". Það þurfa allir ríkisborgarar frá nýju aðildarríkjunum að sækja um atvinnuleyfi hér nema að þeir starfi á grundvelli þjónustusamninga. Þeir þjónustusamningar þurfa að sjálfsögðu að liggja fyrir, þegar viðkomandi starfsmenn hefja störf. Niðurstaða dómsins er að láta þá njóta vafans og taka þjónustusamninginn gildan þrátt fyrir að hann hafi verið undirritaður tveim mánuðum eftir að mennirnir hófu störf. Það er mikilvægt að gleyma ekki um hvað málið snýst. Það snýst um að GT verktakar sögðu í byrjun árs upp starfsmönnum í föstu ráðningarsambandi án þess að þeir hefðu á nokkurn hátt orðið brotlegir og fengu í staðinn erlenda starfsmenn í gegnum starfsmannaleiguna Vislande til að sinna þeirra störfum. GT verktakar upplýstu að ekkert hefði verið fjallað um kjör eða réttindi þessara erlendu starfsmanna og að þeir hvorki vissu eða vildu nokkuð vita nokkuð um það efni. Þeir vísuðu allri ábyrgð á starfsmennaleiguna Vislande. Hinir erlendu starfsmenn upplýstu að þeir vissu ekkert um sín kjör eða réttindi þegar þeir hófu störf hér á landi. Hins vegar liggur fyrir að samkvæmt þeim samningum sem síðan voru lagðir fram fyrir dómi voru kjör þeirra umtalsvert lakari en þau kjör sem fyrri starfsmenn höfðu notið. Hver kjör þeirra hefðu hins vegar orðið hefði þetta mál ekki farið fyrir dóm verður aldrei upplýst. Það verður hver og einn að meta í ljósi málatilbúnaðarins að öðru leyti og sambærilegra mála sem komið hafa upp á Suðurlandi og fyrirtækið Vislande hefur átt aðild að en þar var upplýst að ætlunin var að borga erlendu verkamönnunum langt undir lágmarkskjörum samkvæmt kjarasamningum. Alþýðusambandið er ekki að beita sér gegn erlendu verkafólki. Það er að beita sér gegn framgöngu eins og hér er lýst af hálfu fyrirtækja eins og Vislande og GT verktaka. Gegn misnotkun á erlendu verkafólki. Á slíkri starfsemi tapa allir. Erlenda verkafólkið sem er ætlað að njóta þeirra kjara sem hér gilda. Launafólk á íslenskum vinnumarkaði almennt, vegna þess að verið að er grafa undan kjörum þess. Þorri fyrirtækja sem virða kjarasamninga og lög og eru kjölfestan í íslensku atvinnulífi. Og að lokum samfélagið allt vegna þess að framangreindir aðilar reyna að skjóta sér undan því að leggja til samfélagsins það sem þeim ber og fylgja þeim leikreglum sem almenn sátt er um. Hvað varðar ávirðingar Sveins Andra á verkalýðshreyfinguna og Vinnumálastofnun, þá dæma þær sig sjálfar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsmannaleigur - Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ Vegna skrifa Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns starfsmannaleigunnar Vislande, í Fréttablaðinu sl. fimmtudag vil ég koma eftirfarandi leiðréttingum á framfæri. Héraðsdómur Austurlands kemst að þeirri niðurstöðu í máli tveggja lettneskra verkamanna á Kárahnjúkum að ekki sé forsenda til að sakfella þá, þar sem ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sýna fram á að þeir hafi ekki verið í ráðningarsambandi við Vislande. Þetta er niðurstaða dómsins, þrátt fyrir að komið hafi fram í vitnaleiðslum að lettnesku verkamennirnir og fulltrúar Vislande og GT verktaka hafi orðið margsaga í málinu og að lengi framan af hafi ekkert legið fyrir um á hvaða kjörum mennirnir ættu að vera við störf hér á landi. Ekki lá fyrir hvort þeir væru verktakar eða í beinu ráðningarsambandi við Vislande. Dómurinn byggir á samningi sem undirritaður var af GT verktökum og Vislande tæpum tveim mánuðum eftir að Lettarnir komu hingað til lands og hófu störf á Kárahnjúkum. Þá er mikilvægt að leiðrétta þá villu sem fram kemur í skrifum lögmannsins að niðurstaða dómsins sé sú að "ríkisborgarar frá nýjum aðildarríkjum ESB þurfi ekki að sækja um atvinnuleyfi hyggist þeir dveljast hérlendis og starfa í 3 mánuði". Það þurfa allir ríkisborgarar frá nýju aðildarríkjunum að sækja um atvinnuleyfi hér nema að þeir starfi á grundvelli þjónustusamninga. Þeir þjónustusamningar þurfa að sjálfsögðu að liggja fyrir, þegar viðkomandi starfsmenn hefja störf. Niðurstaða dómsins er að láta þá njóta vafans og taka þjónustusamninginn gildan þrátt fyrir að hann hafi verið undirritaður tveim mánuðum eftir að mennirnir hófu störf. Það er mikilvægt að gleyma ekki um hvað málið snýst. Það snýst um að GT verktakar sögðu í byrjun árs upp starfsmönnum í föstu ráðningarsambandi án þess að þeir hefðu á nokkurn hátt orðið brotlegir og fengu í staðinn erlenda starfsmenn í gegnum starfsmannaleiguna Vislande til að sinna þeirra störfum. GT verktakar upplýstu að ekkert hefði verið fjallað um kjör eða réttindi þessara erlendu starfsmanna og að þeir hvorki vissu eða vildu nokkuð vita nokkuð um það efni. Þeir vísuðu allri ábyrgð á starfsmennaleiguna Vislande. Hinir erlendu starfsmenn upplýstu að þeir vissu ekkert um sín kjör eða réttindi þegar þeir hófu störf hér á landi. Hins vegar liggur fyrir að samkvæmt þeim samningum sem síðan voru lagðir fram fyrir dómi voru kjör þeirra umtalsvert lakari en þau kjör sem fyrri starfsmenn höfðu notið. Hver kjör þeirra hefðu hins vegar orðið hefði þetta mál ekki farið fyrir dóm verður aldrei upplýst. Það verður hver og einn að meta í ljósi málatilbúnaðarins að öðru leyti og sambærilegra mála sem komið hafa upp á Suðurlandi og fyrirtækið Vislande hefur átt aðild að en þar var upplýst að ætlunin var að borga erlendu verkamönnunum langt undir lágmarkskjörum samkvæmt kjarasamningum. Alþýðusambandið er ekki að beita sér gegn erlendu verkafólki. Það er að beita sér gegn framgöngu eins og hér er lýst af hálfu fyrirtækja eins og Vislande og GT verktaka. Gegn misnotkun á erlendu verkafólki. Á slíkri starfsemi tapa allir. Erlenda verkafólkið sem er ætlað að njóta þeirra kjara sem hér gilda. Launafólk á íslenskum vinnumarkaði almennt, vegna þess að verið að er grafa undan kjörum þess. Þorri fyrirtækja sem virða kjarasamninga og lög og eru kjölfestan í íslensku atvinnulífi. Og að lokum samfélagið allt vegna þess að framangreindir aðilar reyna að skjóta sér undan því að leggja til samfélagsins það sem þeim ber og fylgja þeim leikreglum sem almenn sátt er um. Hvað varðar ávirðingar Sveins Andra á verkalýðshreyfinguna og Vinnumálastofnun, þá dæma þær sig sjálfar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun