Sport

Hermann framlengir hjá Charlton

Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður í knattspyrnu hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Charlton um eitt ár og verður því í herbúðum þess a.m.k. fram í júní 2007. Hermann gekk til liðs við Charlton í mars 2003 frá Ipswich fyrir 800.000 pund og er sérstaklega vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins. "Við erum í skýjunum yfir því að Hermann verður hérna áfram." sagði Alan Curbishley knattspyrnustjóri Charlton í breskum fjölmiðlum í dag. Liðið vann ekki nema einn leik af síðustu 14 í deildinni á tímabilinu en Hermann missti af síðustu leikjum tímabilsins vegna hnémeiðsla. Charlton lauk keppni í 11. sæti eftir að hafa verið í baráttu um Evrópusæti fyrri hluta mótsins. Félagið framlengdi einnig samning við finnska sóknarmanninn Jonatan Johansson til 2007.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×