Sport

Íslandsmótið að hefjast

Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í dag. Fjórir leikir verða í Landsbankadeild karla: Valur keppir við Grindavík, Fram við ÍBV og Skagamenn mæta Þrótti. Þessir þrír leikir hefjast klukkan 17. Klukkan 19.15 hefst leikur Keflavíkur og Íslandsmeistara FH en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Fyrstu umferðinni lýkur annað kvöld þegar eigast við Fylkir og KR en sá leikur verður einnig sýndur beint á Sýn. Keppni í Landsbankadeild kvenna hefst í dag með leik KR og Stjörnunnar klukkan 14. Keppni í 1. deild karla hefst einnig í dag. Í fyrstu umferðinni mætast Þór og KS á Þórsvelli klukkan 13 en klukkan 14 hefjast leikir Breiðabliks og Hauka, Víkings Ólafsvík og HK, KA og Völsungs og Víkings og Fjölnis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×