Struku saman af Litla Hrauni 10. maí 2005 00:01 Jón Ólafsson, öryggisvörður sem særðist í bílsprengingu í Írak á laugardaginn var, og yfirmaður hans Donald Feeney sátu saman á Litla-Hrauni árið 1993. Jón afplánaði þá dóm fyrir nauðgun og auðgunarbrot og átti þá að baki nokkra refsidóma fyrir ofbeldisbrot. Feeney fékk hins vegar tveggja ára dóm fyrir að reyna að smygla tveim ungum systrum úr landi sem voru í umsjá móður sinnar en faðirinn fékk Feeney til verksins. Þá tók fyrirtæki hans CTU Consulting að sér verk sem þessi en það er fyrirtækið sem Jón vinnur nú fyrir í Írak. Í ágúst árið 1993 reyndu þeir svo að strjúka af Litla-Hrauni en voru handteknir á flugvellinum í Vestmannaeyjum, þaðan sem þeir ætluðu að fljúga til Færeyja. Morgunblaðið greindi ítarlega frá þessu á sínum tíma. Þar kemur fram að Jón, sem þá var 24 ára, komst úr klefa sínum með því að dirka upp lás, því næst opnaði hann fyrir Feeney og saman spenntu þeir upp lás með röri og komust þannig út. Líklegast er að þeir hafi farið til Reykjavíkur með leigubíl og þaðan fóru þeir með leiguflugvél frá Íslandsflugi til Vestmannaeyja. Höfðu þeir þá gengið frá áframhaldandi flugi til Færeyja. Fram kom að tvímenningarnir sögðu við starfsfólk Íslandsflugs að þeim lægi á að komast til Færeyja, þaðan sem togarinn þeirra væri að leggja úr höfn. Að sögn Ólafs E. Magnússonar, föður Jóns, lenti sonurinn í vandræðum vegna drykkju og þess vegna komst hann í kast við lögin. Hann hafi hins vegar fyrir löngu afplánað sinn dóm og snúið frá villu síns vegar. Hann telur einnig að Jón hefði ekki fengið þennan dóm hefði betri lögfræðingi verið fyrir að fara í máli hans. Ólafur segist ekki vita til þess að Jón og Feeney hafi verið miklir vinir. Jón hafi hins vegar séð um öryggisgæslu á stóru hóteli í Manila á Filippseyjum í nokkur ár fyrir fyrirtæki Feeneys en þeir séu ekki í persónulegum tengslum í dag svo hann viti til. Fréttir Innlent Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Sjá meira
Jón Ólafsson, öryggisvörður sem særðist í bílsprengingu í Írak á laugardaginn var, og yfirmaður hans Donald Feeney sátu saman á Litla-Hrauni árið 1993. Jón afplánaði þá dóm fyrir nauðgun og auðgunarbrot og átti þá að baki nokkra refsidóma fyrir ofbeldisbrot. Feeney fékk hins vegar tveggja ára dóm fyrir að reyna að smygla tveim ungum systrum úr landi sem voru í umsjá móður sinnar en faðirinn fékk Feeney til verksins. Þá tók fyrirtæki hans CTU Consulting að sér verk sem þessi en það er fyrirtækið sem Jón vinnur nú fyrir í Írak. Í ágúst árið 1993 reyndu þeir svo að strjúka af Litla-Hrauni en voru handteknir á flugvellinum í Vestmannaeyjum, þaðan sem þeir ætluðu að fljúga til Færeyja. Morgunblaðið greindi ítarlega frá þessu á sínum tíma. Þar kemur fram að Jón, sem þá var 24 ára, komst úr klefa sínum með því að dirka upp lás, því næst opnaði hann fyrir Feeney og saman spenntu þeir upp lás með röri og komust þannig út. Líklegast er að þeir hafi farið til Reykjavíkur með leigubíl og þaðan fóru þeir með leiguflugvél frá Íslandsflugi til Vestmannaeyja. Höfðu þeir þá gengið frá áframhaldandi flugi til Færeyja. Fram kom að tvímenningarnir sögðu við starfsfólk Íslandsflugs að þeim lægi á að komast til Færeyja, þaðan sem togarinn þeirra væri að leggja úr höfn. Að sögn Ólafs E. Magnússonar, föður Jóns, lenti sonurinn í vandræðum vegna drykkju og þess vegna komst hann í kast við lögin. Hann hafi hins vegar fyrir löngu afplánað sinn dóm og snúið frá villu síns vegar. Hann telur einnig að Jón hefði ekki fengið þennan dóm hefði betri lögfræðingi verið fyrir að fara í máli hans. Ólafur segist ekki vita til þess að Jón og Feeney hafi verið miklir vinir. Jón hafi hins vegar séð um öryggisgæslu á stóru hóteli í Manila á Filippseyjum í nokkur ár fyrir fyrirtæki Feeneys en þeir séu ekki í persónulegum tengslum í dag svo hann viti til.
Fréttir Innlent Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Sjá meira