Lífstíðarfangelsi komi til greina 10. maí 2005 00:01 Bjarni Benediktsson alþingismaður, sem ekki hefur viljað samþykkja frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota óbreytt, segir aðra leið mögulega, það er að breyta refsiramma þannig að alvarlegustu brotin varði lífstíðarfangelsi. Bjarni, sem er formaður allsherjarnefndar, lét þessi orð falla í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar benti hann á að til væru aðrar leiðir en þær að taka fyrningarregluna sjálfa til skoðunar til að ná fram markmiði frumvarpsins. Það mætti gera það með því setja alvarlegustu brotin af þessu tagi í sama flokk og önnur alvarlegustu brotin sem hegningarlögin fjölluðu um, þ.e. að það varðaði ævilöngu fangelsi að fremja slík brot. Aðspurður hvort hann væri talsmaður þess sagði Bjarni að hann gæti vel séð þessa breytingu fyrir sér. Honum fyndist þó langmikilvægast, eins og meirihluti allsherjarnefndar hefði lagt til í sínu áliti um frumvarpið, að breytingin færi fram samhliða heildarskoðun á kynferðisbrotakafla hegningarlaga þannig að menn væruu ekki að tína rúsínur úr tebollu án þess að taka allt málið til skoðunar í heild sinni. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram frumvarpið um afnám fyrningar kynferðisbrota og segir hann hugsanlegt að fara þessa leið sem Bjarni talar um en segir að slíkt verði að skoða vandlega. Það sé mjög stórt skref að láta einhver brot varða lífstíðarfangelsi, en það sé algengur misskilningur að lífstíðarfangelsi sé ekki til á Íslandi. Samkvæmt lögum sé það til þótt enginn hafi verið dæmdur í slíkt í Hæstarétti. Ævilangt fangelsi þýði ekki 16 ára fangelsi eins og margir halda þannig ræða verði máli mjög vel. Ágúst segir að aðalatriðið í huga sínum á þessu stigi sé að gera kynferðisbrot ófyrnanleg til þess að barnaníðingar njóti ekki þess aðstöðumunar sem þeir hafi gagnvart börnum og í kjölfarið þyngja refsingar, hvort sem það verði í lífstíðarfangelsi eða 16 ár. Það verði að ræða. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Bjarni Benediktsson alþingismaður, sem ekki hefur viljað samþykkja frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota óbreytt, segir aðra leið mögulega, það er að breyta refsiramma þannig að alvarlegustu brotin varði lífstíðarfangelsi. Bjarni, sem er formaður allsherjarnefndar, lét þessi orð falla í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar benti hann á að til væru aðrar leiðir en þær að taka fyrningarregluna sjálfa til skoðunar til að ná fram markmiði frumvarpsins. Það mætti gera það með því setja alvarlegustu brotin af þessu tagi í sama flokk og önnur alvarlegustu brotin sem hegningarlögin fjölluðu um, þ.e. að það varðaði ævilöngu fangelsi að fremja slík brot. Aðspurður hvort hann væri talsmaður þess sagði Bjarni að hann gæti vel séð þessa breytingu fyrir sér. Honum fyndist þó langmikilvægast, eins og meirihluti allsherjarnefndar hefði lagt til í sínu áliti um frumvarpið, að breytingin færi fram samhliða heildarskoðun á kynferðisbrotakafla hegningarlaga þannig að menn væruu ekki að tína rúsínur úr tebollu án þess að taka allt málið til skoðunar í heild sinni. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram frumvarpið um afnám fyrningar kynferðisbrota og segir hann hugsanlegt að fara þessa leið sem Bjarni talar um en segir að slíkt verði að skoða vandlega. Það sé mjög stórt skref að láta einhver brot varða lífstíðarfangelsi, en það sé algengur misskilningur að lífstíðarfangelsi sé ekki til á Íslandi. Samkvæmt lögum sé það til þótt enginn hafi verið dæmdur í slíkt í Hæstarétti. Ævilangt fangelsi þýði ekki 16 ára fangelsi eins og margir halda þannig ræða verði máli mjög vel. Ágúst segir að aðalatriðið í huga sínum á þessu stigi sé að gera kynferðisbrot ófyrnanleg til þess að barnaníðingar njóti ekki þess aðstöðumunar sem þeir hafi gagnvart börnum og í kjölfarið þyngja refsingar, hvort sem það verði í lífstíðarfangelsi eða 16 ár. Það verði að ræða.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira