Erlent

Ómerkti réttarhöld yfir England

Dómari í máli hermannsins Lynndie England lýsti réttarhöldin ómerk í gær þar sem verjendur hennar höfðu náð samkomulagi við saksóknara um að hún lýsti sig seka gegn vægari dómi. Dómari sagði framburð vitna nánast lýsa sakleysi England og að hún gæti ekki lýst yfir sekt en látið í veðri vaka í vitnisburði að hún væri saklaus. England er einn þeirra hermanna sem svara þarf til saka vegna illrar meðferðar á föngum í Abu Ghraib fangelsinu nærri Bagdad, en hún er áberandi á myndum sem teknar voru þar og vöktu hneykslan og reiði um allan heim. Hún segist eingöngu hafa framfylgt skipunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×