Innlent

Löggan fékk stuðtæki

Akranesdeild Rauða krossins afhenti á þriðjudag lögreglunni á Akranesi fullkomið hjartastuðtæki að gjöf. Er það von bæði gefenda og þiggjenda að með því að lögreglan hafi hjartastuðtæki í eftirlitsbifreiðum sem eru á ferðinni allan sólarhringinn megi bjarga mannslífum. Fram kemur í tilkynningu að á Akranesi hafi lögreglan yfir tveimur útkallsbifreiðum að ráða og verður tækið sem afhent var staðsett í annarri þeirra. Síðan mun vera von á öðru tæki sem lögreglan kaupir þannig að hjartastuðtæki verði í báðum bílum. Lögreglumenn á Akranesi fá svo allir þjálfun í að nota tækið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×