Erlent

Hús hrundi í sprengingu

Að minnsta kosti 25 létust og 20 særðust í gassprengingu sem varð í austurhluta Pakistan í gærmorgun. Sprengingin varð í þriggja hæða húsi sem hýsti rjómaísverksmiðju og ódýrar verkamannaíbúðir. Húsið hrundi til grunna við sprenginguna. Að sögn lögreglustjórans í Lahore er ekki ljóst hvað olli sprengingunni en þeir íbúar sem lifðu af sögðu gastanka hafa verið geymda í kjallara byggingarinnar. Aðkoma björgunarmanna var vægast sagt hrikaleg og það mun taka marga daga að leita í rústunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×