Erlent

Kvartað yfir hæfnisskorti

Hersveitir Bandaríkjamanna hafa fundið bréf stílað á Abu Musab al-Zarqawi leiðtoga uppreisnarmanna í Írak. Í bréfinu er kvartað undan slæmu andrúmslofti á meðal fylgismanna og hæfnisskorti foringja hryðjuverkasamtakanna sem al-Zarqawi leiðir. Ekki hefur tekist að ganga úr skugga um uppruna eða sannleiksgildi bréfsins en ef rétt reynist virðist fylgi við hryðjuverkahópinn fara minnkandi. Engu að síður eru samtökin enn fullfær um að framkvæma mannskæð hryðjuverk eins og atburðir síðustu daga sanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×