Sport

Rooney vill Everton í Evrópukeppni

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United hefur ber enn hlýjar tilfinningar til síns gamla félags Everton og segist vona að liðið haldi sér fyrir ofan Liverpool á lokasprettinum í deildinni og tryggi sér Evrópusætið. Rooney hefur alltaf verið stuðningsmaður Everton, en brotthvarf hans frá félaginu fyrir metfé á sínum tíma varð til þess að þorri stuðningsmanna liðsins mun líklega aldrei fyrirgefa honum. "Ég vona að stuðningsmennirnir fyrirgefi mér og skilji að ég fór til Manchester United til að leika í Evrópukeppninni og til að vinna titla. Fæstir af þessum stuðningsmönnum vita hvað þeir eru að tala um þegar þeir eru að gagnrýna mig, en ég tapa engum svefni yfir því," sagði Rooney í samtali við fjölmiðla í Manchester fyrir leik liðanna í gærkvöldi, þegar United tapaði fyrir Everton í fyrsta sinn í áratug. "Ég vona svo sannarlega að Everton nái fjórða sætinu og hafni fyrir ofan Liverpool, þeir hafa verið frábærir í allan vetur og eiga það skilið," sagði táningurinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×