Sport

Trezeguet vill til Englands

Franski sóknarmaðurinn David Trezeguet hefur gefið það út að sig langi til að leika við hlið félaga síns hjá franska landsliðinu, Thierry Henry, hjá Arsenal. Trezeguet er á mála hjá Juventus, en rennir hýru auga til Bretlandseyja um þessar mundir. "Við höfum oft rætt það hvað væri gaman ef við gætum leikið saman hjá félagsliði og ég gæti alveg hugsað mér að leika við hlið Henry hjá Arsenal, ef sú staða kæmi upp í framtíðinni," sagði Trezeguet í samtali við The Sun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×