Sport

Wenger óskar Chelsea til hamingju

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, óskaði liði Chelsea til hamingju með enska meistaratitilinn eftir að liðin skildu jöfn 0-0 á Stamford Bridge í gærkvöldi. Lið Arsenal mætti ákveðið til leiks í gær, án manna eins og Thierry Henry, Freddie Ljungberg og Sol Campell og hafði í fullu tré við heimamenn. "Ég hef yfir engu að kvarta, því að mínir menn pressuðu stíft, en vörn Chelsea hélt. Ég verð að hrósa liði Chelsea og óska þeim til hamingju með titilinn. Það hefur gengið á ýmsu hjá liðinu utan vallar, en innan vallar hafa þeir verið frábærir og klárað dæmið," sagði Wenger.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×