Sport

Ragna í æfingabúðir

Badmintonkonunni Rögnu Ingólfsdóttur, Íslandsmeistara í einliðaleik síðustu þrjú árin, hefur hlotnast sá heiður að vera boðin þátttaka í æfingabúðum á vegum Badmintonsambands Evrópu. Þessar æfingabúðir eru eingöngu fyrir þá spilara sem Evrópusambandið telur að eigi mikla möguleika á að komast á Ólympíuleikana í Kína 2008 og þurfa þeir að vera fæddir 1983 eða síðar.  Ragna verður í hópi 14 einstaklinga, frá 11 þjóðum, sem munu taka þátt í þessum æfingabúðum. Hópurinn hefur þegar komið einu sinni saman en næstu æfingabúðir verða haldnar í Mulheim í Þýskalandi dagana 17.-23. júlí 2005. Fyrirhugað er að kalla þennan hóp saman fjórum sinnum á ári fram að Ólympíuleikunum í Peking eftir þrjú ár. Ljóst er að þetta er mikil viðurkenning fyrir Rögnu en hún varð einmitt á dögunum tvöfaldur meistari á Meistaramóti Íslands, vann einliðaleik og tvíliðaleik og er sem stendur í 69. sæti á Styrkleikalista Alþjóðabadmintonsambandsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×