Sport

Ferguson heimtar sigur í kvöld

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, krefst þess að sínir menn vinni sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, en liðin eigast við á Goodison Park í Liverpool. Ferguson hefur ekki verið par hrifinn af spilamennsku sinna manna í deildinni upp á síðkastið og neitaði að tala við fjölmiðla eftir tapið gegn Norwich á dögunum. "Við einfaldlega verðum að vinna í kvöld og við verðum að vinna alla leiki sem eftir eru í deildinni ef við ætlum okkur að ná öðrum sætinu", sagði stjórinn. Hann tók sér þó tíma til að hrósa kollega sínum David Moyes hjá Everton. "David hefur staðið sig vel í vetur og náð frábærum árangri með lið með takmarkaða hæfileika, svo það er ljóst að þetta verður erfiður leikur," sagði Ferguson. Moyes er öllu auðmjúkari, enda er það nýtt fyrir honum að vera í toppslagnum. "Það eru leikir eins og þessi sem allir sækjast eftir því að leika og við förum í þennan leik til að vinna eins og alla aðra. Manchester United er ekki ósigrandi, það hefur sýnt sig í vetur og við munum gera okkar besta til að gera það", sagði Moyes



Fleiri fréttir

Sjá meira


×