Erlent

Reykháfur á Sixtínsku kapelluna

Reykháfi var í dag komið fyrir á Sixtínsku kapellunni, en það er liður í undirbúiningi þess að velja nýjan páfa. Kardínálar koma saman í kapellunni á mánudaginn kemur til að velja páfa og munu þeir ekki koma út úr henni fyrr en nýr páfi hefur verið kjörinn. Úr reykkáfnum munu koma svartur og hvítur reykur sem sýna það hverngi páfakjör gengur. Kardínálarnir kjósa tvisvar á dag, tvisvar í hvort skipti, og ef tiltekinn kardínáli hefur ekki nauðsynlegan stuðning, þ.e. tvo þriðju atkvæða, eru atkvæðin brennd með aukaefni svo reykurinn verði svartur. Fá hins vegar kardínáli nægan meirihluta eru atkvæðin brennd með annars konar efni þannig að reykurinn verði hvítur. Árið 1978, þegar páfi var valinn síðast, varð reykurinn hins vegar grár og olli það nokkrum misskilningi. Því hefur verið ákveðið að hringja líka klukkum þegar nýr páfi hefur verið kjörinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×