Sport

Glazer undirbýr nýtt tilboð

Ameríski auðjöfurinn Malcom Glazer hefur ekki gefist upp í að reyna að kaupa meirihluta í knattspyrnuliði Manchester United og nú er hann sagður vera að undirbúa 800 milljón punda tilboð í félagið. Aðdáendur liðsins á Englandi eru æfir yfir þessu og hafa nú risið upp á afturlappirnar gegn Bandaríkjamanninum. "Það yrði stórslys ef þessi maður eignaðist félagið," sagði Sean Bones, talsmaður hluteigendafélags Manchester United. "Þessi maður hefur sýnt það áður að hann kærir sig fullkomlega kollóttan um stuðningsmenn liðanna sem hann kaupir. Hann lítur fyrst og fremst á þetta sem tækifæri til að græða peninga og þessi maður má ekki eignast félagið, það gæti riðið því að fullu," sagði Bones.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×