Stöndum við rétt að málum 15. apríl 2005 00:01 Verkalýðsmál - Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands Undanfarin misseri hefur mikið verið fjallað um erlent verkafólk sem er hingað komið á vegum einhverra milligöngumanna sem starfa sem miðlarar. Þeir bjóða fram vinnu þessa bláfátæka fólks gegn endurgjaldi í grennd við allra lægstu lágmarksdagvinnulaun, vinnutími er ótakmarkaður og aðbúnaður skiptir nánast engu. Þetta sáum við svo greinilega í upphafi við byggingu Kárahnjúkavirkjunar, en hefur með miklu starfi tekist að leiðrétta. Í sinni einföldustu mynd eru miðlararnir að hafa af hinum bláfátæku verkamönnum réttindi eins og yfirvinnuálag, uppsagnarfrest, veikinda- og orlofsrétt og tryggingar. Miðlarinn sér um að útvega vinnu hjá þriðja aðila. Yfirvöld og starfsmenn stéttarfélaga leita þessa erlendu verkamenn uppi og þeim er vísað úr landi. Í fréttaskýringaþáttum kemur fram að hinir erlendu verkamenn hlaupa í felur þegar innlendir erindrekar koma á vinnustaðina. Verkafólkið er hrætt, svo sem ekki nema eðlilegt, þar birtast lögreglumenn og svo koma menn í rykfrökkum frá Útlendingastofnun og umkringja húsið og leiða hina bláfátæku erlendu verkamenn inn í lögreglubíla. Ég spyr, er það réttur framgangsmáti? Eigum við ekki frekar að halda okkur við þá leið sem við fórum í Kárahnjúkum og við Búrfellslínuna, takast á við fyrirtækin og miðlarana og vinna traust verkafólksins? Ég hef setið allnokkrar ráðstefnur víðsvegar um Evrópu þar sem fjallað hefur verið um þessi mál, þar á meðal eina í Eistlandi þar sem fram kom hjá heimamönnum að miðlararnir, sem fá verkafólkið til ferða, innprenti því fyrst og síðast að verkalýðsfélög séu af hinu vonda. Þau séu einvörðungu að hafa afskipti af þessum málum til þess að ná til sín hluta af launum þess, en sé að öðru leyti nákvæmlega sama um hvaða laun verkamenn hafi. Þeir telja verkamönnum trú um að hagur þeirra sé fyrst og síðast fólginn í að forðast yfirvöld og verkalýðsfélög. Mér er tjáð að þessi málatilbúnaður eigi greiðan aðgang að verkafólki í Austur-Evrópu sem alist hefur upp við gerspillta yfirstétt sem einhliða ákvarðaði laun og kjör og kommissara stéttarfélaga sem dönsuðu eftir þeirra flautum. Hér þurfum við ekki að leita nema um 100 ár aftur til þess að finna vistarböndin og bændasamfélagið. Í fréttaskýringaþáttunum er ekki fjallað um hver hagnist mest á vinnu þessa fólks, sem er á launum í grennd við lágmarkstaxta, en nýtur engra réttinda. Samkvæmt landslögum og kjarasamningum öðlast launamaður rétt í gegnum launatengd gjöld. Það er hluti af umsömdum launum á íslenskum vinnumarkaði. Veikinda- og orlofsréttur, lífeyrisgreiðslur, atvinnuleysisbætur, örorkubætur, tryggingar, launaskattur o.fl. Margir Íslendingar hafa valið þann kost að fá þennan hluta launa sinna greiddan beint og sjá svo um sín mál sjálfir. Auk framantalins eiga fyrirtækin að greiða virðisauka og standa skil á öðrum sköttum til samfélagsins. Það er þarna sem hagnaðurinn liggur, og skapar miðlurunum möguleika til þess að framleigja verkamenn til fyrirtækja á lágmarkslaunum með góðum hagnaði. Í Finnlandi hafa samtök launamanna og fyrirtækja, ásamt hinu opinbera, tekið höndum saman og reka umfangsmikla kynningarstafsemi meðal erlends launafólks. Þessi starfsemi fer fram bæði í Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. Áhersla er lögð á að kynna erlenda verkafólkinu í hverju umsamin kjör eru fólgin, hvaða kröfur það eigi að gera til fyrirtækjanna. Einnig er lögð á það mikil áhersla hvert verkafólk eigi að leita vilji það fá rétt laun og njóta fullra réttinda. Eins og við vitum hefur afstaða Samtaka atvinnulífsins og hins opinbera hér landi verið mörkuð tvískinnungi í þessum málaflokki. Einkennilegt því neðanjarðarhagskerfið vex hröðum skrefum og íslensk fyrirtæki sem vilja standa eðlilega að sínum rekstri eiga í vaxandi vandræðum. Við eigum að sameinast í því að ná til erlenda verkafólksins og vinna traust þess með því að bjóða það velkomið. Þetta fólk er þegar verðmætur þáttur í uppbyggingu samfélags okkar og við þurfum á því að halda. Hlutverk starfsmanna stéttarfélaganna og yfirvalda er að koma þessum skilaboðum á framfæri. Að erlendir verkamenn geti gengið hér um stræti eins og frjálsir menn með mannlegri reisn og eigi fullan rétt á að njóta þess samfélags sem við höfum byggt upp frá því við brutum vistarböndin af okkur. Við eigum að fara finnsku leiðina og kynna fyrir því hvaða kröfur það eigi að gera og hvernig það fari að því að ná fram réttindum sínum. Verkalýðsfélögin hafa það hlutverk að hjálpa verkafólki sama frá hvaða landi það kom, til þess að ná rétti sínum gagnvart þeim skúrkum sem eru að stela drjúgum hluta af kjörum þeirra og stinga í eigin vasa. Það eru miðlararnir og fyrirtækin sem stela mestu með því að nýta sér bágindi þessara bláfátæku verkamanna, sem nauðugir viljugir fara frá heimili og fjölskyldu til þess að leita uppi vinnu. Við eigum að taka forsvarsmenn þessara fyrirtækja fasta og rukka þá og sekta. Þá náum við árangri, það hafa Finnarnir lært fyrir löngu. Við snerum okkur að Impregilo og höfðum fram sigur. Við létum verkafólkið í friði og komum því jafnframt í skilning um að við værum að vinna fyrir það. Það var þá sem Impregilo skildi að það væri búið að tapa. Við þekkjum hinn víðáttumikla skjalaskóg sem hefur myndað margþætta stofna í kjölfar fjölda frávika frá hinu daglega lífi. Við vitum í hverju heildarkjör verkafólks eru fólgin, það er ekki bara að fá greidd strípuð lágmarksdaglaun fyrir 14 tíma vinnu 6 daga vikunnar. Fyrirvaralaus uppsögn fólgin í fjarlægð vegna veikinda og athugasemda um aðbúnað eða beiðni um mat og betri skó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Verkalýðsmál - Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands Undanfarin misseri hefur mikið verið fjallað um erlent verkafólk sem er hingað komið á vegum einhverra milligöngumanna sem starfa sem miðlarar. Þeir bjóða fram vinnu þessa bláfátæka fólks gegn endurgjaldi í grennd við allra lægstu lágmarksdagvinnulaun, vinnutími er ótakmarkaður og aðbúnaður skiptir nánast engu. Þetta sáum við svo greinilega í upphafi við byggingu Kárahnjúkavirkjunar, en hefur með miklu starfi tekist að leiðrétta. Í sinni einföldustu mynd eru miðlararnir að hafa af hinum bláfátæku verkamönnum réttindi eins og yfirvinnuálag, uppsagnarfrest, veikinda- og orlofsrétt og tryggingar. Miðlarinn sér um að útvega vinnu hjá þriðja aðila. Yfirvöld og starfsmenn stéttarfélaga leita þessa erlendu verkamenn uppi og þeim er vísað úr landi. Í fréttaskýringaþáttum kemur fram að hinir erlendu verkamenn hlaupa í felur þegar innlendir erindrekar koma á vinnustaðina. Verkafólkið er hrætt, svo sem ekki nema eðlilegt, þar birtast lögreglumenn og svo koma menn í rykfrökkum frá Útlendingastofnun og umkringja húsið og leiða hina bláfátæku erlendu verkamenn inn í lögreglubíla. Ég spyr, er það réttur framgangsmáti? Eigum við ekki frekar að halda okkur við þá leið sem við fórum í Kárahnjúkum og við Búrfellslínuna, takast á við fyrirtækin og miðlarana og vinna traust verkafólksins? Ég hef setið allnokkrar ráðstefnur víðsvegar um Evrópu þar sem fjallað hefur verið um þessi mál, þar á meðal eina í Eistlandi þar sem fram kom hjá heimamönnum að miðlararnir, sem fá verkafólkið til ferða, innprenti því fyrst og síðast að verkalýðsfélög séu af hinu vonda. Þau séu einvörðungu að hafa afskipti af þessum málum til þess að ná til sín hluta af launum þess, en sé að öðru leyti nákvæmlega sama um hvaða laun verkamenn hafi. Þeir telja verkamönnum trú um að hagur þeirra sé fyrst og síðast fólginn í að forðast yfirvöld og verkalýðsfélög. Mér er tjáð að þessi málatilbúnaður eigi greiðan aðgang að verkafólki í Austur-Evrópu sem alist hefur upp við gerspillta yfirstétt sem einhliða ákvarðaði laun og kjör og kommissara stéttarfélaga sem dönsuðu eftir þeirra flautum. Hér þurfum við ekki að leita nema um 100 ár aftur til þess að finna vistarböndin og bændasamfélagið. Í fréttaskýringaþáttunum er ekki fjallað um hver hagnist mest á vinnu þessa fólks, sem er á launum í grennd við lágmarkstaxta, en nýtur engra réttinda. Samkvæmt landslögum og kjarasamningum öðlast launamaður rétt í gegnum launatengd gjöld. Það er hluti af umsömdum launum á íslenskum vinnumarkaði. Veikinda- og orlofsréttur, lífeyrisgreiðslur, atvinnuleysisbætur, örorkubætur, tryggingar, launaskattur o.fl. Margir Íslendingar hafa valið þann kost að fá þennan hluta launa sinna greiddan beint og sjá svo um sín mál sjálfir. Auk framantalins eiga fyrirtækin að greiða virðisauka og standa skil á öðrum sköttum til samfélagsins. Það er þarna sem hagnaðurinn liggur, og skapar miðlurunum möguleika til þess að framleigja verkamenn til fyrirtækja á lágmarkslaunum með góðum hagnaði. Í Finnlandi hafa samtök launamanna og fyrirtækja, ásamt hinu opinbera, tekið höndum saman og reka umfangsmikla kynningarstafsemi meðal erlends launafólks. Þessi starfsemi fer fram bæði í Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. Áhersla er lögð á að kynna erlenda verkafólkinu í hverju umsamin kjör eru fólgin, hvaða kröfur það eigi að gera til fyrirtækjanna. Einnig er lögð á það mikil áhersla hvert verkafólk eigi að leita vilji það fá rétt laun og njóta fullra réttinda. Eins og við vitum hefur afstaða Samtaka atvinnulífsins og hins opinbera hér landi verið mörkuð tvískinnungi í þessum málaflokki. Einkennilegt því neðanjarðarhagskerfið vex hröðum skrefum og íslensk fyrirtæki sem vilja standa eðlilega að sínum rekstri eiga í vaxandi vandræðum. Við eigum að sameinast í því að ná til erlenda verkafólksins og vinna traust þess með því að bjóða það velkomið. Þetta fólk er þegar verðmætur þáttur í uppbyggingu samfélags okkar og við þurfum á því að halda. Hlutverk starfsmanna stéttarfélaganna og yfirvalda er að koma þessum skilaboðum á framfæri. Að erlendir verkamenn geti gengið hér um stræti eins og frjálsir menn með mannlegri reisn og eigi fullan rétt á að njóta þess samfélags sem við höfum byggt upp frá því við brutum vistarböndin af okkur. Við eigum að fara finnsku leiðina og kynna fyrir því hvaða kröfur það eigi að gera og hvernig það fari að því að ná fram réttindum sínum. Verkalýðsfélögin hafa það hlutverk að hjálpa verkafólki sama frá hvaða landi það kom, til þess að ná rétti sínum gagnvart þeim skúrkum sem eru að stela drjúgum hluta af kjörum þeirra og stinga í eigin vasa. Það eru miðlararnir og fyrirtækin sem stela mestu með því að nýta sér bágindi þessara bláfátæku verkamanna, sem nauðugir viljugir fara frá heimili og fjölskyldu til þess að leita uppi vinnu. Við eigum að taka forsvarsmenn þessara fyrirtækja fasta og rukka þá og sekta. Þá náum við árangri, það hafa Finnarnir lært fyrir löngu. Við snerum okkur að Impregilo og höfðum fram sigur. Við létum verkafólkið í friði og komum því jafnframt í skilning um að við værum að vinna fyrir það. Það var þá sem Impregilo skildi að það væri búið að tapa. Við þekkjum hinn víðáttumikla skjalaskóg sem hefur myndað margþætta stofna í kjölfar fjölda frávika frá hinu daglega lífi. Við vitum í hverju heildarkjör verkafólks eru fólgin, það er ekki bara að fá greidd strípuð lágmarksdaglaun fyrir 14 tíma vinnu 6 daga vikunnar. Fyrirvaralaus uppsögn fólgin í fjarlægð vegna veikinda og athugasemda um aðbúnað eða beiðni um mat og betri skó.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun