Erlent

Í stríði gegn fóstureyðingum

Dómstóll í Atlanta í Georgíuríki hefur dæmt Eric Rudolph í ferfalt lífstíðarfangelsi fyrir fjögur sprengjutilræði, þar á meðal sprengingu í almenningsgarði rétt fyrir Ólympíuleikana 1996. Tveir biðu bana í tilræðunum og 120 slösuðust. Lögfræðingar Rudolph lögðu fram yfirlýsingu í réttinum þar sem þessi fyrrverandi sprengjusérfræðingur hersins lýsir ástæðum sínum fyrir tilræðunum. Hann kveðst vera í stríði gegn fóstureyðingum sem hann kallar helför. Rudolph sprengdi upp tvær heilsugæslustöðvar þar sem fóstureyðingar voru gerðar en einnig bar fyrir samkynhneigða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×