Erlent

Stolin forrit fyrir milljarða

Dómstóll í Kaupmannahöfn hefur dæmt sjö menn til fangelsisvistar fyrir ólöglega afritun á margskonar tölvuforritum. Talið er að mennirnir hafi látið afrita nærri 900 þúsund tölvudiska og selt þá fyrir tugi milljarða króna. Um var að ræða algeng forrit frá Microsoft, Adobe og Micromedia. Afritun gagnanna fór að mestu fram í Ísrael, Póllandi, Tékklandi og Þýskalandi en salan í Danmörku. Er þetta stærsta mál sinnar tegundar til þessa á Norðurlöndunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×