Sport

Ballesteros frestar endurkomunni

Kylfingurinn Seve Ballesteros hefur frestað endurkomu sinnar í golfið um óákveðinn tíma. Hinn 48 ára gamli Spánverji tilkynnti á dögunum að hann myndi ekki keppa á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer á San Roque. "Ég þarf að vera samkvæmur sjálfum mér og horfast í augu við þá staðreynd að ég er ekki í mínu besta formi," sagði Ballesteros sem á við hnémeiðsli að stríða og hefur ekki leikið opinberlega síðan í nóvember 2003. "Mér finnst leiðinlegt að geta ekki verið með vegna þess að ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að halda mér í formi. Ég get ekkert gert og verð bara að bíða þangað til að rétti tíminn kemur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×