Sport

Ferrari kemur aftur, segir Alonso

Fernando Alonso, ökumaður hjá Renault í Formúlu 1 kappakstrinum, býst við að Ferrari muni rétta úr kútnum eftir slaka byrjun á tímabilinu. "Við verðum tilbúnir þegar Ferrarimenn fara að sækja í sig veðrið," sagði Alonso. "Við eigum langt tímabil fyrir höndum og Ferrari veit hvað þarf til. Ég hef engu að síður trú á því sem við erum að gera. Alonso er efstur í stigakeppni ökumanna og hefur 10 stiga forskot á næsta keppanda, Jarno Trulli frá Toyota.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×