Erlent

Páfi í dýrlingatölu?

Kaþólikkar í Póllandi róa nú að því öllum árum að reyna að koma Jóhannesi Páli páfa II í dýrlingatölu. Síðan páfinn lést hefur Vatíkaninu borist þúsundir bréfa frá Póllandi þar sem fullyrt er að hann hafi búið yfir óvenjulegum lækningamætti. Höfundar bréfanna rekja í þeim fjölda dæmisagna af kraftaverkum páfans. Hvort pólskum kaþólikkum verði að ósk sinni skýrist hins vegar ekki strax þar sem minnst fimm ár verða að líða frá dauða páfans, áður en hægt verður að taka til skoðunar hvort taka eigi hann í tölu dýrlinga. Sú ákvörðun er að öllu leyti í höndum kardínála og nýs páfa. Sjálfur gerði Jóhannes Páll þó undantekningu frá þessari reglu þegar Móðir Teresa var tekin í dýrlingatölu aðeins þremur árum eftir að hún lést.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×