Erlent

Skipulagði efnavopnaárás

Dómur féll í dag í einu umfangsmesta hryðjuverkamáli sem upp hefur komið í Bretlandi síðustu árin. Karlmaður frá Alsír var dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að skipuleggja efnavopnaárás með rísíni. Eitrið og nokkurs konar tilraunastofa fannst í íbúð í norðurhluta Lundúna fyrir tveimur árum. Ekki er til neitt mótefni við rísíni. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa myrt lögreglumann þegar verið var að handtaka hann. Átta aðrir sakborningar voru sýknaðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×