Erlent

Toska vill ekki verða framseldur

Stafangursránið svonefnda virðist vera að því komið að upplýsast eftir að Norðmaðurinn David Toska játaði aðild sína að því. Hann situr í fangelsi í Malaga á Spáni. Hundruðum milljóna króna var stolið í ráninu í fyrra og var lögreglumaður skotinn til bana. Þýfið hefur ekki fundist. Stuldur á málverkum Edvards Munch í fyrrahaust er talinn tengjast málinu en lögreglan telur að með honum hafi átt að beina athygli hennar frá ráninu. Lögmenn Toska ætla að berjast gegn framsali hans til Noregs en þeir segja að einangrunarvistin sem bíður hans þar jafngildi pyntingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×