Erlent

Róstusamt í Írak í gær

Fimm Írakar fórust í bílsprengjuárás í Bagdad í gær og fjórir Bandaríkjamenn særðust alvarlega. Íraksarmur Al-Kaída hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Talið er að heimsókn Donalds Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Roberts Zoellick, aðstoðarutanríkisráðherra, hafi eggjað árásarmennina til gjörða sinna. Þá dóu tólf íraskir lögreglumenn þegar þeir reyndu að aftengja heimatilbúna sprengju nærri Kirkuk. í Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni var sýnt myndskeið af Bandaríkjamanni sem var rænt í Bagdad fyrr í vikunni, þar sem hann sárbændi bandarísk yfirvöld um að draga herlið sitt frá landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×