Sport

Woods sigraði fyrir pabba

Golfsnillingurinn Tiger Woods, tileinkaði  veikum föður sínum sigurinn á Mastersmótinu í gærkvöldi, þar sem hann klæddist græna jakkanum eftir sigur í bráðabana við Chris DiMarco. Síðustu holur gærdagsins voru æsispennandi og mikið um dramatík og glæsitilþrif. Þar bar hæst vippan sem Tiger Woods setti niður á 16. holunni og er það strax orðið klassík. "Ég vildi bara koma boltanum upp á hæðina og láta hann rúlla inn svo ég ætti aðeins þokkalegt pútt eftir, en svo færðist hann nær og nær. Þvínæst var eins og hann stoppaði - En svo datt hann niður. Ég er ekki frá því að þetta sér eitt af eftirminnilegustu höggum mínum á ferlinum," sagði Woods um tilþrif sín á 16. holunni. "Þetta var skemmtilegur sigur, en ég þurfti að vinna fyrir honum. Chris DiMarco er mjög harður keppninautur og gefst aldrei upp," sagði Woods, sem vann sinn fyrsta stóra titil í gær, síðan hann vann US Open árið 2002. "Þetta hafa verið erfið ár upp á síðkastið og þó ég hafi verið að vinna að því að bæta mig, hef ég ekki náð að sigra neitt á stóru mótunum fyrr en nú. Ég vona því að þessi sigur komi mér á rétta braut á ný," sagði Woods í græna jakkanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×