Erlent

Vilja ekki gagnrýna Kúbu

Um fjögur þúsund manns hvaðanæva að úr heiminum skora á aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að hafna ályktunartillögu um mannréttindabrot Kúbustjórnar síðar í mánuðinum. Bandaríkin eru meðal þeirra ríkja sem leggja tillöguna fram. Margir nafntogaðir einstaklingar skrifa undir áskorunina, þar á meðal Mikhaíl Gorbatsjoff, Jose Saramago rithöfundur og Walter Salles leikstjóri. Í áskoruninni kemur fram að Bandaríkin réttlæti viðskiptabann sitt á Kúbu í skjóli alþjóðlegra ályktana og að þau hafi ekki siðferðilegan rétt til að gagnrýna Kúbustjórn í ljósi eigin breytni gagnvart grunuðum hryðjuverkamönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×