Sport

Benitez vonsvikinn eftir tapið

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool var afar vonsvikinn með tap sinna manna fyrir Manchester City á Anfield, en það gæti reynst Liverpool mjög dýrkeypt í baráttunni um Evrópusæti á næsta tímabili. "Ég er mjög vonsvikinn að tapa svona í dag. Við gáfum frá okkur boltann eftir innkast í blálokin og það kostaði okkur öll stigin. Stundum er jafntefli gott þegar maður getur ekki unnið. Ég tel okkur enn eiga möguleika á fjórða sætinu, en það verður mjög erfitt ef menn ná ekki að bæta andlegan styrk okkar," sagði Benitez eftir leikinn. Kollegi hans hjá Manchester City, Stuart Pearce, var öllu sáttari við sína menn í leikslok. "Liverpool er með frábært lið og ég sá þá spila Juventus sundur og saman á köflum í vikunni, svo að þessi sigur er auðvitað mjög kærkominn," sagði Pearce, sem reynir allt sem í hans valdi stendur til að fá að halda starfi sínu áfram hjá liðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×