Erlent

9 ára fangelsi vegna póstsendinga

Bandaríkjamaður hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að senda ruslpóst úr tölvunni sinni í milljónavís. Það þekkja flestir hversu pirrandi það er að fá mikinn rusltölvupóst en talið er að 70% alls pósts sem fer um netið sé ruslpóstur, og er þetta eitt stærsta vandamálið við internetnotkun í dag. Víðast hvar, og einnig hér á landi, er ólöglegt að senda auglýsingapóst á vefföng nema móttakandi hafi veitt samþykki sitt. Hinn þrjátíu ára gamli Bandaríkjamaður, Jeremy Jaynes, notaði tölvupóst, sem hann sendi undir dulnefni, til að dreifa klámi og auglýsa vörur og þjónustu sem ekki voru til. Saksóknarar héldu því fram að hann hafi halað inn um 46 milljónir króna á mánuði með því að senda um tíu milljón tölvupósta á dag. Hann var sakfelldur fyrir tölvupóstdreifinguna og dæmdur í níu ára fangelsi. Málinu hefur þegar verið áfrýjað, enda skoðun margra að dómurinn sé mjög þungur. Á meðan gengur Jaynes laus gegn tryggingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×