Sport

Ólöf lauk á pari í dag

Ólöf María Jónsdóttir golfkona úr Keili lauk keppni eftir þriðja hring í 32.-40. sæti á golfmótinu á Kanaríeyjum í dag en hún lék hringinn í dag á pari. Ólöf er í sinni fyrstu keppni á evrópsku mótaröðinni en hún tryggði sig í gegn um niðurskurðinn á mótinu í gær og keppir nú um sæti á mótinu sem lýkur á morgu sunnudag. Ólöf fór fyrstu 9 holurnar í morgun á einu höggi undir pari, eða 35 höggum en samtals fékk hú 4 fugla á hringnum í dag, þann síðasta á 18. og síðustu holunni sem tryggði henni parið fyrir daginn. Ólöf er 11 höggum á eftir efstu konu sem er hin franska Ludivine Kreutz en hún á eftir að leika 4 holur þegar þetta er skrifað. Eleanor Pilgrim frá Wales var efst fyrir hringinn í dag en hún er nú í 2.-3. sæti ásamt þeirri bresku Georgina Simpson 2 höggum á eftir þeirri frönsku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×