Sport

Loeb byrjar vel í Nýja-Sjálandi

Heimsmeistarinn í ralli, Sebastien Loeb hjá Citroen, hefur góða forystu eftir fyrsta keppnisdag í ný-sjálenska rallinu. Loeb vann sigur á þremur af fyrstu átta sérleiðum í rallinu og er rúmum 23 sekúndum á undan finnska ökuþórnum Marcus Grönholm eftir fyrsta keppnisdag. "Það þýðir ekkert að slaka á þegar maður er með Grönholm á hælunum," sagði Loeb, þegar hann var spurður út í hið góða forskot sitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×