Sport

Chris DiMarco í forystu á Masters

Ameríski kylfingurinn Chris DiMarco er í forystu á Masters mótinu í golfi, sem fram fer á Augusta National um þessar mundir. Miklar tafir hafa verið á mótinu vegna rigninga, en þó hafa verið leiknar 14 holur og er DiMarco að leika á fjórum höggum undir pari. Vijay Singh og Phil Mickelson eru skammt á eftir DiMarco, á tveimur höggum undir pari, en Tiger Woods er ekki að ná sér á strik og er á tveimur höggum yfir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×