Leikjavísir

Guðfaðirinn á leiðinni í tölvurnar

Electronic Arts hafa tilkynnt útgáfu á leik byggðum á meistaraverkinu Godfather. Leikurinn verður gefin út í haust fyrir PS2, Xbox, PC og PSP og mun innihalda raddir frá leikurunum James Caan, Robert Duvall og Marlon Brando sjálfur mun koma við sögu. Leikurinn mun verða í anda GTA en hann snýst í kringum mafíukarakter sem spilarar búa til og þarf sá karakter að ná metorðum innan fjölskyldunnar. Afleiðingar frá ákvörðunum spilarans munu hafa mikil áhrif á framvindu leiksins. Leikurinn er nýtt skref fyrir EA sem hingað til hafa einbeitt sér á fjölskylduvænum leikjum en Godfather mun verða ofbeldisfullur í anda sögu Mario Puzo.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×