Erlent

Arabafundur veldur vonbrigðum

Fundur leiðtoga Arabaríkjanna í Algeirsborg í Alsír sem hófst í gær virðist ætla að skila litlu. Búist var við sögulegum fundi þar sem samskipti Sýrlendinga og Líbana yrðu ofarlega á baugi svo og friðarferlið í Palestínu en svo virðist sem leiðtogarnir veigri sér við að ræða þessi stóru mál. Friðartillögur Jórdana voru ekki teknar til umræðu en þær gera ráð fyrir eðlilegum samskiptum við Ísrael án krafna um að þeir skili herteknu svæðunum. Aðeins 13 af 22 leiðtogum ríkjanna mættu til fundarins. Sumir voru veikir en aðrir sátu heima vegna ósættis við aðra leiðtoga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×