Erlent

Bondevik að mýkjast

Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, virðist vera að mildast í afstöðu sinni til Evrópusambandsins en hann hefur hingað til þvertekið fyrir að Noregur sæki um aðild fái hann einhverju ráðið. Í samtali við norska ríkisútvarpið í gær kvaðst hann búast við því að næsta kjörtímabil myndi öðru fremur snúast um Evrópumálin og að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin á næstu árum um aðild. Stækkun Evrópusambandsins til austurs og aðildarumræður á Íslandi eru nefndar sem ástæður fyrir þessari stefnubreytingu. Íhaldsflokkurinn, sem er samstarfsflokkur Kristilegra jafnaðarmanna í ríkisstjórninni, er jafnframt hlynntur aðild og sennilega hefur það sitt að segja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×