Erlent

Tugir látnir - 10.000 heimilislaus

Tugir eru látnir og mörg hundruð manns eru slasaðir eftir að hitabeltisstormur reið yfir Bangladess í nótt. Stormurinn gekk á land í norðurhluta landsins og lagði nokkur þorp í rúst; braut og bramlaði hús, reif tré upp með rótum og eyðilagði uppskeru íbúa. Að minnsta kosti 40 eru látnir og fer talan hækkandi. Auk þess eru um tíu þúsund manns heimilislaus. Slík óveður eru nokkuð algeng í Bangladesh, sérstaklega yfir sumartímann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×